NL forsida

Hanna Rún opnar sig í viðtali við Nýtt Líf sem kom út í dag

Hanna Rún (24) opnar sig í viðtali við Nýtt Líf:

Dansarinn og fyrirsætan Hanna Rún prýðir forsíðuna á Nýju Lífi sem kemur út í dag. Í viðtalinu opnar hún sig meðal annars um æskuárin sem einkenndust af miklu einelti.

„Eineltið byrjaði strax í 1. bekk og ætli rótin hafi ekki verið öfundsýki. Foreldrar mínir eiga Gullsmiðju Óla og þau fóru mikið til útlanda á skartgripasýningar. Þegar þau komu heim þá færðu þau okkur systrunum alltaf fallegar gjafir og föt. Þannig að við vorum alltaf í fínum og flottum fötum og ég man hvað stelpurnar voru leiðinlegar við mig. Fyrir vikið var ég meira með strákunum sem pældu ekkert í því hverju ég klæddist,“ segir Hanna Rún í samtali við blaðamann Nýs Lífs.

 

Meira um málið í nýjasta Séð og Heyrt og Nýju Lífi

Related Posts