Sölvi Tryggvason (36) kennir hugleiðslu:

Fjölmiðlamaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Sölvi Tryggvason er einn af kennurunum í nýju jógastöðinni Sólum.

Allir að hugleiða „Ég ætla að sjá um hugleiðslu einu sinni í viku í Sólum. Ég verð á þriðjudagskvöldum í klukkustund,“ segir Sölvi en hann hefur stundað jóga og hugleiðslu af krafti sem og æft skylmingar í tíu ár. „Japanskar skylmingar eiga margt sameiginlegt með hugleiðslu. Þær ganga út á það að vera í ákveðnu hugleiðsluástandi í bardaga. Með tóman huga ertu best staddur í bardaganum.“

Sölvi segir að hann sé að renna blint í sjóinn með kennsluna en sé bjartsýnn. „Þetta á vonandi eftir að ganga mjög vel. Ég einblíni helst á unga karlmenn. Ég hef farið mikið í menntaskóla að halda fyrirlestra og sýna þættina mína og fundið að þar er hópur sem mig langar meira til að miðla til. Enda var ég sjálfur einu sinni ungur karlmaður.“

Sölvi segist gleðjast yfir því að hugleiðsla sé að aukast hjá almenningi. „Það er hver rannsóknin á fætur annarri sem sýnir fram á ávinning hugleiðslu – betri svefn, betri líkamsstarfsemi, meiri ró og dýpri öndun svo ég nefndi örfá dæmi. Hugleiðsla er svona eins og skokkið var fyrir nokkrum árum síðan. Þá var það tengt við hálfgerða furðufugla en eftir að fólk byrjaði að rannsaka þetta og sjá allt það góða sem kemur út úr þessu er þetta orðið mjög algengt. Það virðast allir vera annað hvort byrjaðir að hugleiða eða á leiðinni.“

Sölvi er nýkomin heim frá Túnis og segist vera komin heim í bili. „Ég mun samt halda áfram að ferðast og skoða heiminn,“ segir hann brosandi.

Þetta og miklu meira í Séð og Heyrt!

 

Related Posts