Blúshátíð í Reykjavík var haldin í þrettánda sinn og hefur aldrei verið betri. Hátíðin hófst á Skólavörðustígnum sem var undirlagður af músík, gömlum drossíum og glyskvendum og svo tóku við blústónleikar þrjú kvöld í röð á Hilton við Suðurlandsbraut þar sem minnst 700 manns mættu hvert kvöld. Margir af áhrifamestu blúslistamönnum heims og sérvaldir íslenskir tónlistarmenn komu fram og þá var slegið upp tónleikum í Cadilacklúbbnum í Skeifunni sem seint líða úr minni þeirra sem þar voru.

 

ÞRÍR GÓÐIR: Blúsarinn Chicago Beau skemmti sér vel ásamt rithöfundunum Einari Kárasyni og Ólafi Gunnarssyni en Chicago var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016.

ÞRÍR GÓÐIR: Blúsarinn Chicago Beau skemmti sér vel ásamt rithöfundunum Einari Kárasyni og Ólafi Gunnarssyni en Chicago var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts