Anna María Sigvaldadóttir (46) lokar:

Íbúar Grímseyjar eru ekki margir, rétt um níutíu manns búa þar að staðaldri. Eyjarskeggjar eru háðir sjóleiðinni og flugsamgöngum og ef veður eru válynd getur það haft veruleg áhrif á kost íbúanna.

Lok, lok og læs „Vissum kafla er núna að ljúka, ég ákvað að loka Búðinni minni í Grímsey þann 15. október. Við hjónin erum búin að vera með verslunina hér í níu ár sem hafa verið skemmtileg og krefjandi. Við erum ekki að fara á hausinn ekkert slíkt, kominn tími til að minnka við sig, ég mun áfram sjá um póstinn og vera með ferjuafgreiðsluna. Hver staðan verður á verslunarrekstri á eynni eftir að við lokum er alls óráðin, það kemur í ljós,“ segir Anna María Sigvaldadóttir sem stendur á tímamótum.

 

grímsey

Í BÚÐINNI: Anna María í einu versluninni í Hrísey rétt fyrir lokun.

Miklu meira í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts