Júlía Björnsdóttir (35) saknar heita vatnsins á Íslandi:

Júlía Björnsdóttir er búsett í Berlín og starfar þar sem leiðsögumaður og fararstjóri.

14Reykjadalur

REYKJADALUR: Algjörlega frábært að rölta upp eftir dalnum og skella sér í 45 gráðu heitan lækinn.Víðir bróðir minn fór með mér og tók þessa mynd.

Hún hefur verið búsett erlendis í tólf ár og nýtir hvert tækifæri þegar hún kemur til landsins að dýfa tánum í heitt vatn.

Notalegt “Það er sérstaklega gott að vera í heitu vatni í vondu veðri og það var sko nóg af því í þessari heimsókn minni til landsins. Ég ákvað eftir nokkrar sundferðir að prófa bæði nýjar laugar, eins og Álftaneslaugina og Lágafellslaugina, og laugar sem ég hafði ekki farið í lengi, sem endaði með því að ég fór í 22 laugar á 22 dögum. Ég á samt nóg eftir fyrir næstu heimsókn “segir Júlía Björnsdóttir kampakát eftir sundferðirnar.

Það sem Íslendingum finnast vera sjálfsögð lífsgæði þykir hinn mesti lúxus erlendis.

“Ég hef búið erlendis í tólf ár og það sem ég sakna mest frá Íslandi, fyrir utan fjölskyldu og vina, er heita vatnið. Heita vatnið á Íslandi er gríðarlega mikil lífsgæði sem maður áttar sig betur á búandi erlendis þar sem vatn er af skornum skammti. Þegar ég kem til Íslands reyni ég að vera eins mikið í heitu vatni hægt er. Mér finnst ég líka ná góðri tengingu við raunveruleikann á Íslandi í pottaspjallinu – ásamt bryggjurúntunum með pabba og því að sitja aftarlega í strætó hlustandi á unglingana spjalla. Í Berlín eru fínar sundlaugar en vatnið er heldur kalt fyrir minn smekk. Heitir pottar og gufur eru lúxus og leyfi ég mér það stöku sinnum. Það tók sinn tíma að venjast því að vera allsber í gufunum og pottunum eins og lenskan er í gamla austur Þýskalandi. Á sumrin syndi ég í Ólympíulauginni frá 1936, hún er glæsileg.”

 

9SundhöllHafnarfjarðar

SUNDHÖLL HAFNARFJARÐAR: Mér þykir vænt um þessa fallegu laug við höfnina og starfsfólkið er indælt.

Hver sundlaug með sinn sjarma
“Allar hafa laugarnar það sem þarf, heitt vatn. Og hver laug hefur sinn sjarma. Fallegasta laugin er að mínu mati Laugaskarð í Hveragerði, hveragufan þar er frábær. Best þykir mér að synda í Kópavogslauginni og þar er allt til fyrirmyndar. Mér þykir mjög vænt um Sundhöllina í Hafnarfirði og indæla starfsfólkið þar, og það verður ekki vinalegra en í pottinum á Stokkseyri þar sem boðið er uppá kaffi með spjallinu. Nauthólsvíkin er algjör paradís fyrir sjósundið. Ég smellti snöggri mynd af hverri laug á símann með leyfi sundlaugavarða þegar færi gafst.”Júlía flýgur sátt af landi brott og mun án efa taka sundbolinn með í næstu ferð til landsins.

 

 

5Varmarlaug

LAUGASKARÐ Í HVERAGERÐI: Gríðarlega falleg laug og hveragufan alveg frábær.

Related Posts