Stefán Ingi Guðmundsson (46) blandaði besta kokteilinn:

SH-img_7693

Á FULLU: Stefán Ingi hristir ótt og títt.

Hristur Stefán Ingi Guðmundsson varð Íslandsmeistari barþjóna í ár með kokteilnum Caramillo þar sem hann hristi saman vanillu og karamellu af mikilli list. Hryggjarstykkið í drykknum er Butterscotch, sem gefur karamellubragðið, og svo kemur vanillan með vodkanum Absolut Vanilla.

„Þetta var mjög gaman. Upphaflega ætlaði ég mér ekkert að taka þátt í þessari keppni,“ segir Stefán Ingi. „Þegar búið var að pressa á mig ákvað ég að taka þetta alla leið, fann út þemað og hvað mig langaði að gera og tíndi til efniviðinn.“ Stefán var að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn og kom sá og sigraði.

Stefán mætti líka vel undirbúinn til leiks. „Ég fór mjög gáfulega leið og prófaði drykkinn á konunni minni og vinkonum hennar. Þær fengu helvíti gott kvöld þegar ég hristi og hristi ofan í þær. Þannig að ég var búinn að fara fyrir mjög áhrifamikla dómnefnd áður en á hólminn var komið.“

Stefán er nýbyrjaður á Apótekinu þar sem hann stendur vaktina og hristir saman úrvalshanastél fyrir gesti staðarins.

 

CARAMILLO:

2 cl Butterscotch

1,5 cl  Absolut vanilla

1,5 cl  Malibu

4 cl  rjómi

 

Absolut

HRÁEFNIÐ: Þegar Stefán var búinn að velja hráefnið í Caramillo var ekkert annað að gera en hrista og hrista þar til eiginkona hans og vinkonur hennar gáfu grænt ljós á drykkinn.

 

Related Posts