netimgmFzmHp

SÆT: Adam og Leighton í göngutúr ásamt hundunum sínum tveimur

Gossip Girl stjarnan Leighton Meester og eiginmaður hennar The O.C. stjarnan Adam Brody eiga von á sínu fyrsta barni. Hjónin voru að snæða hádegisverð í Los Angeles á dögunum þegar hún fumsýndi óléttubumbuna.

Parið er búið að vera gift síðan snemma árið 2014 en þau kynntust árið 2011 á tökustað myndarinnar The Oranges. Þau hafa alltaf haldið einkalífi sínu frá fjölmiðlum.

Meester tjáði sig um þessi mál í viðtali við blaðið Nylon í Nóvember. „Flestir sem ég þekki eru að ganga í það heilaga. Næst eru það barneignir. Ég á hús og tvo hunda, ég elska að vera fullorðin og standa í þessu.“

Meester leikur þessa dagana í Of Mice and Men sem sýnt er á Broadway. Brody leikur í sjónvarpsþáttunum Billy and Billie

Related Posts