Þokkadísirnar Ingibjörg Pálmadóttir (54) og Friðrika Hjördís (37) eru náfrænkur:

Frænkur Tvær helstu stjörnur íslenska afþreyingariðnaðarins, Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, og Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpsstjarna og sælkerakokkur, eru náskyldar, eiga sama langafann, Björn Bjarnason (1854-1926), bónda á Löngumýri og Brekku í Skagafirði.

Meðal barna Björns voru systurnar Hallfríður Kristín og Sigurlína en sú fyrrnefnda var eiginkona Geirs í Eskihlíð og þar með amma Friðriku Hjördísar og Sigurlína var móðir Pálma heitins Jónssonar í Hagkaup, föður Ingibjargar.

Víða liggja þræðir í íslensku samfélagi og þetta er einn af þeim.

Þetta og miklu meira í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts