Hamingja hjá hjónunum Eiði Smára (36) og Ragnhildi Sveinsdóttur (37):

Sagt er að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eigi von á fjórða barninu en sem kunnugt er eiga þau þrjá stráka fyrir.

Fréttin hefur ekki fengist staðfest en samkvæmt sömu heimildum verður það stúlka í þetta sinn.

Samkvæmt þjóðskrá er fjölskyldan öll skráð til heimilis í Grikklandi þar sem Eiður lék en nú eru allir komnir til Englands eftir að verðandi faðirinn gekk til liðs við Bolton við mikin fögnuð stuðningsmanna liðsins.

Related Posts