eggert stór

TÖFFARI: Rambo og Bubbi eru hans menn.

Eggert Skúlason (53) ritstjóri DV hefur sjálfur komist í fréttir af aflandsfélögum erlendis og hér eru svör hann við spurningum sem snúast um allt annað.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Þegar ég var fjögurra ára að drukkna í skurði í Vík Mýrdal.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvítvín.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Frábær.

HVERNIG ER ÁSTIN?
Hún er heit, rauð, ekki sjálfgefin.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Nýr Patrol, verst er bara að þeir eru hættir að framleiða hann.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Ég sef nakinn.

BUBBI EÐA SIGUR RÓS?
Bubbi.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Þær eru margar. Að halda líka með Fjölni. Ég held vanalega með Fram.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Móðir mín heitin sagði alltaf af mér margar sögur, það er erfitt að velja bara eina.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Klárlega Rambo.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég horfði á eina heimildarmynd um daginn með Stephen Fry, Out There heitir hún, þegar hann var að fjalla um samkynhneigða. Ótrúlega vel gert hjá honum.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Ég mundi velja Downton Abbey.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Ég hef byrjað á öllu aftur sem ég hef vanið mig af.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Í Vík í Mýrdal var ég alltaf kallaður „Eddi minn“. Í langan tíma í æsku hélt ég að það væri nafnið mitt.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Á Bland.is. Góður díll.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Fer allt eftir hver notar það.

SILÍKON EÐA ALVÖRU?
Pass.

Related Posts