Ásmundar Friðrikssonar (59), þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum þegar kemur að málum málanna. Hann kallar sig Eyjapeyja og situr hér fyrir svörum.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Þegar ég var að skottast sem lítill peyi hjá afa og ömmu í Vestmannaeyjum.

asmundur

FYRIR FRAMAN ALÞINGISHÚSIÐ: Ásmundur Friðriksson, einn af þessum fersku á Alþingi.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvorugt, drekk ekki.
HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Blautur.
HVERNIG ER ÁSTIN?
Hún er endalaus sæla.
HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Sá sem kemur mér alltaf milli A og B. Ekki mikill bílamaður.
Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Náttbuxunum.
BUBBI EÐA SIGURRÓS?
Hvort tveggja frábært. En ég hef kannski hlustað meira á Bubba.
HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Þegar ég ákvað að deila lífi mínu með konunni minni.
HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þau tala mikið um það hvað ég var líflegur og listhneigður peyi. Ég var alltaf teiknandi.
HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Er líka minn helsti styrkleiki. Ég hef alltaf sannleikann að vopni.
HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Bjartmar Guðlaugsson.
HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég græt ekki mikið en er afar hrifnæmur. Það kemur oft fyrir að ég tek eitthvað inn á mig.
EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Spaugstofuna.
HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Hætta að drekka vín.
ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Ási Friðriks.
HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Ég er búinn að lenda í svo mörgum neyðarlegum atvikum að það er erfitt að gera upp á milli. Einu sinni var ég á leiðinni til Þorlákshafnar frá Eyjum með bílinn minn og gleymdi bíllyklunum í Eyjum. Það var frekar vandræðalegt.
HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Í Betra baki.
BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Sundbolur.
SÍLIKON EÐA ALVÖRU?
Ég er alltaf fyrir alvöru enda þekki ekkert annað.

Related Posts