Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, svarar laufléttum spurningum vikunnar.

 

MÉR FINNST GAMAN AÐ …
Fá mér göngutúr með hundinn og velta fyrir mér skipulagsmálum eða pólitík. Back to the Future-kvöld eru líka klassísk … og að sjálfsögðu allt sem ég geri með þeim mæðgum, konu minni og dóttur.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN?
Ég borðaði rosalega gott íslenskt lambakjöt á Akureyri í gærkvöld, ertu að meina það?

BRENNDUR EÐA GRAFINN?
Brennd svið og grafinn lax.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?
Eina með öllu, en bara lítið af öllu.

FACEBOOK EÐA TWITTER?
Snapchat … og stundum Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?

Hjá Siggu Bergvins á Passion á Akureyri.

Lestu öll svör Sigmundar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts