Brandarar Séð og Heyrt eru oft góðir…

Jón var staddur á veitingahúsi í Reykjavík og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jón bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jóni. Jón þefaði vel af diskinum og sagði svo: „Lambakjöt með dilli og örlítilli myntu!“ Þjónninn varð forviða en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jóni. „Blandað grænmeti!“ sagði Jón. Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jóns. Jón þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo: „Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?“

wpid-article-1316521664423-0dfa5c2300000578-814774_636x395

Þegar konum verður mikið niðri fyrir og tala hátt í nöldurtón við karlmenn, kemur ákveðinn eiginleiki hjá karlmönnum í ljós. Þeir hætta að heyra nema kannski stöku orð og þá brenglast gjarnan skilaboðin sem konurnar reyna að koma á framfæri.

the-role-of-the-husband-in-a-christian-marriage

Þegar konan segir: Íbúðin er öll í drasli. Komdu, við verðum að taka til, þú og ég. Draslið þitt er liggjandi á gólfinu og þú hefur engin föt til að fara í ef við setjum ekki í vél strax.
Þá heyrir karlmaðurinn:
blah,blah,blah,blah, KOMDU!
blah,blah,blah,blah, ÞÚ OG ÉG
blah, blah,blah,blah, LIGGJANDI Á GÓLFINU
blah,blah,blah,blah, ENGIN FÖT
blah,blah,blah,blah, STRAX!

*Jóni var mikið niðri fyrir á kvöldi með strákunum og fleygði fram þessari ágætu línu: „Þegar að ég verð leiður á því að vera einhleypur sef ég bara eina nótt á sófanum í stofunni til að rifja það upp hvernig það var að vera giftur.“

*Nýgift hjón voru í brúðkaupsferð. Þegar tveir dagar voru búnir af vikuferð kom konan í móttökuna og pantaði leigubíl út á flugvöll. Nokkrum tímum seinna staulaðist maðurinn inn í móttökuna. Hótelstarfsmaðurinn hafði nokkrar áhyggjur og spurði af hverju konan hefði yfirgefið hótelið: „Nutuð þið ekki dvalarinnar hér hjá okkur?“ „Jú, algjörlega,“ stundi maðurinn upp. „Ég hef notið hennar mjög vel með herbergisþernunni!“

*Eiginkona stjórnmálamanns fór í árlegt tékk til kvensjúkdómalæknisins sem færði henni þær fréttir að hún væri ófrísk. Konan stormaði frá lækninum, reif upp símann og hringdi í eiginmanninn: „Ég er ófrísk, hvernig gastu verið svona kærulaus?!!“ Eftir allnokkra þögn kom svarið frá honum: „Hver er þetta?“

*Við hjónin ákváðum að ganga klukkutíma á dag heilsunnar vegna. Vorum snjöll og fórum í Bláfjöll og gengum í hálftíma frá bílnum, vissum sem var að við yrðum að ganga sömu leið til baka. Eftir hálftíma spurði ég konuna hvort hun væri ekki orðin þreytt, hvort hún treysti sér til að ganga til baka. Það er allt í lagi með mig, ég er ekkert þreytt, svaraði hún. Gott sagði ég örþreyttur ,ég bíð hér á meðan þú ferð og sækir bílinn. Konan hefur ekki yrt á mig í þrjá daga.

*Hjón áttu saman fjóra syni. Elstu þrír voru hávaxnir með rautt hár og ljósir á hörund, meðan sá yngsti var lágvaxinn með dökkt hár og brún augu. Á dánarbeði sínu sneri maðurinn sér til konu sinnar og spurði: Ástin mín, áður en ég dey, vertu hreinskilin við mig. Er sá yngsti barnið mitt? Eiginkonan tók í hönd mannsins síns og svaraði: Elskan mín, ég sver til guðs, að hann er sonur þinn. Að því loknu lést maðurinn. Heyrðist þá í eiginkonunni: Guði sé lof að hann spurði ekki um hina þrjá!

tumblr_mzmbp1eg0u1rhlkvuo1_400

Séð og Heyrt elskar brandara.

 

Related Posts