sig gisli 1

SPJALL: Sigurður Gísli og Þorlákur Einarsson höfðu um margt að spjalla í afmælinu.

Sigurður Gísli Pálmason (61) var sprækur í 20 ára afmæli Gallerís i8:

Gallerí i8 hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem framsæknasta einkarekna gallerí landsins. Vinir og velunnarar gallerísins gerðu sér glaðan dag þegar haldið var upp á 20 ára afmæli þess á dögunum.

Alvöru gallerí Mánudaginn 2. október voru 20 ár liðin frá því Edda Jónsdóttir opnaði galleríið að Ingólfsstræti 8 með sýningu á nýjum verkum Hreins Friðfinnssonar.

Af því tilefni var slegið upp afmælishófi í i8 sem nú er til húsa að Tryggvagötu 16. Boðið var upp á ljúfar veigar og skáluðu forráðamenn og eigendur gallerísins við listamennina sem sýnt hafa í galleríinu í gegnum tíðina og vini og vandamenn þess.

Gestunum gafst einnig tækifæri að sjá sýningu Örnu Óttarsdóttur en þetta er fyrsta sýning hennar í i8 og hún bætist nú í hóp þeirra frábæru listamanna sem i8 er með á sínum vegum. Meðal gesta var athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason.

„Mér líst ljómandi vel á verk Örnu og mér finnst mjög gaman að sjá vefnaðinn aftur kominn upp á vegg,“ segir hann. Sigurður Gísli er í eigendahópi i8 og segir skoðun sína því gildishlaðna. Sigurður Gísli er mikill áhugamaður um myndlist en vísar á framkvæmdastjórann, Börk Arnarson, þegar hann er spurður hvort fleira sé á döfinni á afmælisárinu. „Hann er aðalmaðurinn. Ég er bara gervitungl,“ segir Sigurður Gísli sem situr í stjórn i8.

sigi gisl 2

NÝ STJARNA: Arna Óttarsdóttir er nýjasti listamaðurinn á mála hjá i8 og hér er hún í miðið ásamt Guðmundi Thoroddsen og Margréti H. Blöndal.

Sjáið allar myndirnr í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts