Steinn Ármann Magnússon leikari (50) er nýr og betri maður:

Leikarinn Steinn Ármann Magnússon ákvað að setja tappann í flöskuna og breyta um lífsstíl rétt fyrir fimmtugsafmælið. Hann er í toppformi og tilbúinn til að takast á við lífið – edrú.

stein ármann 2

TOPPFORM: Nýtt líf Steins Ármanns.

„Mér hefur aldrei liðið betur og get ekki hugsað mér að eyða einni mínútu af lífi mínu í viðbót í timburmenni, volæði og blankheit. Ég fór í meðferð korter í fimmtugt og sé ekki eftir því í dag.“

Steinn Ármann hefur tileinkað sér bíllausan lífsstíl en það kom upphaflega ekki til af góðu.

„Ég asnaðist til að missa bílprófið og þurfti því að reiða mig á hjól eða strætó. Þetta er vistvænn ferðamáti og hentar mér vel. Ég hef hjólað í bráðum 25 ár og því orðinn nokkuð vanur hnakknum.“

Steinn Ármann er ánægður með bættar samgöngur fyrir hjólreiðamenn og segir fjölgun hjólastíga til bóta fyrir alla. „Ég mæli ekkert sérstaklega með því að hjóla á götum borgarinnar, einkum í slæmri færð. Ég nota oftast gamalt og gott Gary Fisher-hjól sem er mikið endurnýjað, það er á vetrardekkjum með nöglum og þolir flest.“

Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi og úrval í hjólreiðaverslunum hefur stóraukist í takti við þá þróun. „Það þarf bara hjól til að hjóla, bæði fyrir lengra og styttra komna, það er ekkert nauðsynlegt að eiga allar græjur. Og nei ég þarf ekki þrjú hjól en það sparar mér smávegis vinnu við hjólbarðaskiptingar að vera með vetrarhjól á nöglum, hitt er svo bara hrein della.“

,,Ég er að hefja æfingar á Fjalla-Eyvindi sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vor. Það er spennandi verkefni og ég hlakka til að glíma við það. Tökur á kvikmyndinni Fólkið í blokkinni hefjast með sumrinu en ég leik skapilla húsvörðinn þar. Einstaklega skemmtilegt að vinna í því.“ Steinn Ármann hefur einnig starfað sem hjólandi leiðsögumaður í Reykjavík og býður spenntur eftir því að taka fram stálfákanna og hjóla út í lífið.

Related Posts