Dómstóll í London hefur dæmt enska auðkýfinginn  Sir Chris Hohn til þess að greiða fyrrum eiginkonu sinni, Jamie Cooper-Hohn þriðjunginn af eignum sínum í framhaldi af skilnaði þeirra í fyrra. Upphæðin sem hér um ræðir er nær 340 milljónir punda eða vel yfir 60 milljarðar kr. Breskir fjölmiðlar segja þetta var einn dýrasta, ef ekki dýrasta, skilnað í sögu Englands.

Þau Jamie og Chris hafa barist hatrammlega fyrir dómstólum um upphæðina sem hún taldi sig eiga inni hjá honum eftir 15 ára hjónaband. Hún gerði kröfu um að fá helming eigna hans, sem nema yfir milljarði punda, en hann var á móti reiðubúinn til að semja um fjórðung eignanna.

Fram kemur í breskum fjölmiðlum að lögmenn Jamie telji að upphæðin sem dómstóllinn hefur dæmt henni sé ekki nægilega há. Eru þeir því að íhuga að áfrýja dóminum.

Þau Jamie og Chris hittust fyrst þegar þau stunduðu nám við Harvard háskólan en Jamie er bandarísk. Auður Chris stafar frá stýringu á vogunarsjóði sínum en þau tvö hafa verið þekkt fyrir að gefa mikið af fé sínu árlega til góðgerðarmála. Raunar var Chris aðlaður fyrir nokkrum árum vegna þessa örlætis síns.

Related Posts