Um þessar mundir er verið að taka upp nýjustu þáttaröðina af „Game of Thrones“ . Það sem vekur mesta athygli er nektarsena leikkonunnar Lena Headey ( 41 ). Framleiðendur þáttanna spanderuðu heilum 26 milljónum króna í það atriði og réðu 200 lífverði til þess að passa upp á leikkonuna.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum neyðist karakter Lenu “ Cersei Lannister “ til þess að ganga nakin eftir götu í bænum “ King´s Landing“ sem er í raun króatíski bærinn Dubrovnik. Framleiðendur þáttanna borguðu öllum verslunareigendum fyrir að loka búðum sínum í götunni í fjóra daga á meðan tökur stóðu yfir og lífverðirnir sáu til þess að enginn óviðkomandi sæi leikkonuna nakta á meðan á tökum stóð.

Aðeins fjórar manneskjur  fengu að vera viðstaddar tökurnar alla fjóra daganna og þurftu þessar manneskjur að skrifa undir þagnareið. Kjafti þær frá þurfa þær að borga 32 milljónir í sekt.

Bærinn Dubrovnik í Króatíu er „King´s Landing“

Related Posts