Eins og hefur ekki farið framhjá neinum keppir Svala fyrir Íslands hönd í kvöld á fyrra undankvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilefni af þessari skemmtilegu keppni opnaði DV sérstakan Eurovision vef sem fór í loftið fyrr í dag.
DV, Bleikt og Séð&Heyrt fjalla auðvitað um Eurovision og munu allar fréttir um keppnina birtast á þessari síðu. Þar verður einnig hægt að sjá alla helstu umræðuna á samfélagsmiðlum, sjá hvað sérfræðingar okkar segja og skoða myndir frá Eurovision og heimapartýum hér á landi. Þú getur fylgst með öllu því sem birtist á Twitter merkt #12stig, séð allt það sem íslenski eurovision hópurinn birtir á sínum samfélagsmiðlum og fleiru skemmtilegu tengdu keppninni.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt í umræðunni með því að merkja sínar færslur um Svölu og keppnina með #12stig á samfélagsmiðlum.
www.dv.is/eurovision

Related Posts