Richard Scobie (54) dælir út spennandi efni:

 

Richard Scobie lauk í vor MA-prófi í handritaskrifum með hæstu einkunn frá National Film School á Írlandi. Hann var á árum áður vinsæll poppari á Íslandi en hefur í seinni tíð helgað sig kvikmyndagerð og þykir líklegur til þess að gera góða hluti á þeim vettvangi.

FUNHEITUR: Richard Scobie funheitur með Rikshaw í myndbandi með smellinum Into the Burning Moon á níunda áratugnum.

FUNHEITUR:
Richard Scobie funheitur með Rikshaw í myndbandi með smellinum Into the Burning Moon á níunda áratugnum.

Klár Richard Scobie sló í gegn með hljómsveit sinni Rikshaw á áttunda áratugnum og gerði ekki síður lukku með hljómsveitinni Loðin rotta. Hann sneri baki við poppinu og hefur í seinni tíð helgað sig kvikmyndagerð og á þeim vettvangi eru miklar vonir bundnar við hann.

Í vor lauk Richard MA-prófi í handritsgerð frá National Film School á Írlandi með hæstu einkunn. Á Írlandi hefur hann þegar gert tvær stuttmyndir sem þykja stórgóðar og tvö handrit eftir hann ganga nú á milli fólks í kvikmyndabransanum og þykja mjög spennandi þannig að það er nokkuð ljóst að þessi gamli poppari er rétt að byrja að láta að sér kveða í kvikmyndunum. Richard býr á Írlandi og gerir meira því auk þess að skrifa handrit framleiðir hann og leikstýrir undir merkjum Arctic Monkey Productions.

Richard var sannkölluð poppstjarna á Íslandi á níunda áratugnum þegar hann sló í gegn með hljómsveitinni Rikshaw sem var óumdeilt svar Íslands við Duran Duran. Stífmálaðir og vel hárblásnir heilluðu Richard og félagar hans íslenska æsku með lögum á borð við Into the Burning Moon, Promises, Promises og Celestial Garden.

Kvikmyndirnar heilluðu síðan meira en poppið og Richard dælir nú út handritum þar í landi, með toppeinkunn upp á vasann, og mun sjálfsagt hafa úr nógu að velja þegar kemur að verkefnum í náinni framtíð.

 

Í HAM Á SVIÐI: Richard fer hamförum á sviðinu með Rikshaw þegar sú ágæta hljómsveit var á hátindi frægðar sinnar.

Í HAM Á SVIÐI:
Richard fer hamförum á sviðinu með Rikshaw þegar sú ágæta hljómsveit var á hátindi frægðar sinnar.

Related Posts