Ingvi Jökull Logason (43) er kampakátur:

Öllu var til tjaldað þegar slegin var upp hin árlega októberfest H:N Markaðssamskipta. Veislan gaf sambærilegum veislum erlendis ekkert eftir og var það mál manna að sjaldan hafi verið jafnmikið fjör á efri hæðum Bankastrætis. Auglýsingastofan er ein elsta auglýsingastofa landsins en hún var stofnuð fyrir 26 árum.

Skál „Við bjóðum til okkar velunnurum, viðskiptavinum og samstarfsfólki og fögnum með þeim. Þetta er orðin árleg hefð á stofunni hjá okkur og það er alltaf jafnmikið fjör,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta. „Sú hefð hefur einnig skapast að fólk safnast saman í kringum hljómsveitina og syngur hástöfum með – nágrönnum og vegfarendum í Bankastræti til mikillar gleði.“

Húsbandið sem heldur uppi stuðinu er með þá Kristján Frey Halldórsson á trommum, Vernharð Jósefsson á bassa og Sváfni Sigurðarson, á píanó og söng. „Þeir léku og sungu langt fram eftir kvöldi en svo spilaði hljómsveitin Vertu þú sjálfur! eitt lag en hún spilar eingöngu lög með Helga Björns. Kvöldið heppnaðist frábærlega,“ segir Ingvi Jökull sem er strax farinn að telja dagana fram að næstu októberfest.

hn

Í RÉTTA DRESSINU: Þær vita hvernig á að klæða sig: Hrönn Hjálmarsdóttir hjá Artasan, Agnes Hlín Andrésdóttir hjá H:N Markaðssamskiptum og Jónína G. Aradóttir.

hn

TÖFFARAR: Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri H:N Markaðssamskipta, og listamaðurinn Örn Tönsberg voru mjög hressir.

hn

VEL SETTUR: Anna Rut Ágústsdóttir og Björgheiður Albertsdóttir frá Kviku stilltu sér upp með Páli Guðbrandssyni hjá H:N Markaðssamskiptum.

hn

GLATT Á HJALLA: Ari Þórðarson hjá Hreint, Páll Guðbrandsson, H:N Markaðssamskiptum og Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.

Séð og Heyrt elskar samskipti.

 

Related Posts