Þórdís Erla Zöega (28) hugsar út fyrir kassann:

Það er ekki komið að tómum kofanum í frumleika þegar sýningar Íslenska dansflokksins eru annars vegar. Nýjasta verkið þeirra verður frumsýnt fljótlega og er óður til dadaisma. Verkið kallast DA DA DANS. Ung listakona, Þórdís Erla Zöega, fékk það skemmtilega hlutverk að hanna leikmynd og búninga.

Dúdídú  „Ég vann þetta í sameiningu með dönsurunum og það var heilmikil sköpun í gangi. Ferlið kom inn á alla þætti sköpunar. Það verður boðið upp á heilmikla DA DA-stemningu í Borgarleikhúsinu. Við verðum með  DA DA-bar og sérstakan DA DA-kokteil í tilefni af frumsýningunni,“ segir Þórdís sem lofar góðri skemmtun á Nýja sviðinu.

Þórdís lærði myndlist í Amsterdam en áður hafði hún útskrifast af myndlistarbraut FB. „Það var dásamlegt að búa í Amsterdam, hringiðu listar og menningar, en það er gott að vera komin heim. Allir mínir vinir sinna listinni og það er heilmikið um að vera hjá okkur. Ég hef verið heppin og fengið nóg að gera.“

15271878_10154459229199584_123879079382554394_o

FLUG EÐA MYNDLIST: „Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara myndlistarbrautina í lífinu ef ég hefði ekki valið þá hefði ég orðið flugfreyja eins og mamma.”

15304601_10154459228099584_466640321481500581_o

DA DA DA: Dadaismi á rætur sínar að rekja til ástandsins sem skapaðist í heiminum eftir fyrra stríð. Meginmarkmiðið var að hrista upp í hugmyndum fólks um tilgang listarinnar.

15304497_10154459228794584_3789150633072962069_o

ÓVENJULEGT: Þórdís keypti efni til búningagerðarinnar í Rúmfatalagernum og í IKEA.

15235727_10154459228104584_357126491599205628_o

NÝTT DANSVERK: Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir eru höfundar dansverksins.

15194538_10154459228039584_7923271723099920732_o

FRUMLEG OG FJÖRUG: Það verður án efa heilmikið fjör á danssýningunni.

Séð og Heyrt dansar.

Related Posts