Brandarar vikunnar eru komnir í hús.

Sigga kemur heim úr skólanum og mamma hennar spyr eins og venjulega hvort eitthvað sérstakt hafi gerst þar. – Eiginlega ekkert nema að ég fann falsaðan fimm hundruð króna seðil og ég henti honum, svarar Sigga

Þá spyr mamman: – Hvernig vissir þú að hann væri falsaður?

Þá segir Sigga: – Hann var blár en ekki rauður og það voru þrjú núll í staðinn fyrir tvö.

4810-5000-krona-se-ill-spegilslettur

 

Heyrðu, læknir, ég verð að fá sterkar taugapillur hjá þér strax. Ég sé eintómar znúllakoffínur alla nóttina og get ekkert sofið.

Znúllakoffínur, hvað í ósköpunum er það?

Ég hef bara ekki hugmynd um það. Þess vegna er ég svo taugaveiklaður.

 

 

Skotinn var á heimleið og lét fara vel um sig í aftursætinu á stóru yfirstéttarlimmósínunni sinni.

Allt í einu kom hann auga á tvo menn við vegbrúnina sem voru að éta gras. Honum varð svo mikið um þessa sjón að hann sagði bílstjóranum að stöðva bílinn. Hann gekk til mannanna og spurði annan þeirra: – Af hverju ert þú að borða gras?

– Við eigum enga peninga fyrir mat, svaraði aumingja maðurinn. – Við neyðumst til að borða gras. – Fyrst svo er getur þú komið með mér heim og ég skal gefa þér að borða, sagði Skotinn.

– En, herra minn. Ég er með konu og tvö börn með mér, þau eru þarna undir trénu.

European man eating grass - germinated oats

European man eating grass – germinated oats

– Taktu þau bara með þér, svaraði Skotinn. Svo sneri hann sér að hinum fátæka manninum og sagði: – Þú kemur líka með okkur.

Sá svaraði veikum rómi:  – En ég er með konu og SEX börn!

– Taktu þau líka með, svaraði Skotinn.

Þau tróðu sér öll inn í bílinn, sem var hreint ekki auðvelt, jafnvel þótt limmósínan væri stór. Þegar þau voru lögð af stað, sneri annar fátæki maðurinn sér að Skotanum og sagði: – Herra minn, þú ert góður maður. Þakka þér fyrir að taka okkur öll með þér.

– Mín er ánægjan, svaraði Skotinn. – Þið verðið sko hrifin þegar þið komið heim til mín. Grasið nær manni alveg í hné!

 

 

Kristján var aðframkominn í eyðimörkinni þegar álfkonan birtist og veitti honum þrjár óskir.

Fyrst óskaði hanfairy_godmother_by_mistlevoicen sér þess að vera kominn heim og – púff – hann var kominn heim!

 

Svo óskaði hann sér Ferrari-sportbíls og samstundis stóð bíllinn fyrir framan húsið!

Loks óskaði hann sér að hann yrði ómótstæðilegur í augum kvenna og þá breyttist hann

í … súkkulaði!

 

 

 

Drykkjumaður staulast út af barnum og í ölæði villist hann inn í kirkjugarðinn þar sem hann fer eitthvað að vesenast of nálægt nýtekinni gröf, missir jafnvægi og dettur ofan í gröfina. Ofan í gröfinni er vatnspollur og drykkjumaðurinn eyðir því sem eftir lifir nætur vælandi á botni grafarinnar. – Hjálp, mér er svo kalt, hjálp!99670325_565x376_4

Undir morgun staulast annar fylliraftur fram hjá kirkjugarðinum og heyrir vælið. Hann gengur að gröfinni, lítur ofan í hana og segir: – Auðvitað er þér kalt, fíflið þitt, þú ert búinn að sparka allri moldinni ofan af þér!

 

 

 

 

Ljóskan hafði keypt sér klósettbursta. Daginn eftir kom hún með hann í búðina og vildi skila honum.

Afgreiðslustúlkan spurði: – Er eitthvað að burstanum?

– Nei, nei. Mér finnst bara betra að nota klósettpappír.

 

 

Það var á glæsilegum veitingastað í París sem státaði af gríðarlega lekkerum spegli. Spegill þessi var þeim töfrum gæddur að hann veitti óskir, en aðeins ef sannleikurinn var sagðtumblr_mazgzgGla31qbjq64ur og lét menn hverfa sem fóru með fleipur. Dag einn mættu þrjár vinkonur á veitingastaðinn: ljóska, rauðka og ein dökkhærð, sem
langaði að spreyta sig á speglinum. Sú dökkhærða byrjaði og sagði: – Ég hugsa að ég sé gáfaðasta kona heims og púff, hún hvarf. Næst gekk rauðkan upp að speglinum: – Ég hugsa að ég sé fallegasta konan í heiminum og púff, hún hvarf. Nú var komið að ljóskunni sem gekk að speglinum og sagði: – Ég hugsa … og púff, hún hvarf.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts