Svala Björgvins er ein ástsælasta tónlistarkona landsins. Hún býr í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum en gefur sér þó tíma til að stökkva yfir til Íslands og skella sér í dómarasætið í The Voice. Hún gaf sér einnig tíma til að svara spurningum vikunnar.

Spurt og svarað

Mynd/Einar Egilsson

MÉR FINNST GAMAN AÐ… lesa bækur.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN?
 
Sushi veisla frá Roku veitingastaðnum.

BRENNDUR EÐA GRAFINN?
 
Uppstoppuð inní stofu heima hjá fjölskyldunni…eða nei nei læt bara grafa mig kannski frekar….hitt er einum of creepy

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?
 
Allt nema rjóma.

FACEBOOK EÐA TWITTER?
 
Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?
 Ég hef verið búsett í LA í yfir 7 ár og þegar ég er heima þá læt ég Johnny Stunz yfirleitt klippa mig sem er náinn vinur og frábær hárgreiðslumaður en þegar ég er á Íslandi þá klippir Ásgeir Hjartason mig sem er á Hairbrush.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Rosalega misjafnt og fer eftir hvaða verkefni ég er að vinna að…til dæmis núna er ég að taka upp tónlistina mína í stúdiói og er mjög mikið þar á milli 5 og 7 á daginn.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM?

Ekki neitt, er aldrei með neitt í vösunum mínum því ég er alltaf með tösku sem inniheldur allt sem ég þarf yfir daginn.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bjór en ég drekk samt ótrúlega lítið og sjaldan en finnst samt bjór mjög bragðgóður.

UPPÁHALDS ÚTVARPSMAÐUR?
 
Ég hlusta mikið á KCRW hérna í LA en þegar ég er á Íslandi þá hlusta ég mikið á Harmadeddon, þá Frosta og Mána.

HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Ég horfi rosalega lítið á sjónvarp en ég og maðurinn minn horfum mikið á bíómyndir og heimildarmyndir og þá skiptist það bara jafnt á milli okkar hver er með fjarstýringuna…hann er samt alltaf með hana…damn it…

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? 
Hann var bara mjög fínn, ég var 13 ára og var í sumarfríi hjá Helgu frænku minni í Jacksonville Florida og vinur minn sem heitir Bruce, sem var jafn gamall mér og ég var voða skotin í, gaf mér fyrsta kossinn…hann var með teina þannig það var eftirminnilegt allavega 🙂

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? I ́m gonna show you the real me.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? 
Hvítur Tesla bíll.

FYRSTA STARFIÐ?
 
Vann sem barnapía yfir heilt sumar þegar ég var 11 ára útá Seltjarnarnesi þar sem ég bjó.

FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER…
 
Hef auðvitað ekki sé þær allar en mér finnst alltaf Neskirkjan falleg og hún á sérstakan stað í mínu hjarta.

HVAÐA RÉTT ERTU BEST AÐ ELDA? Allskonar pastarétti enda frekar auðvelt að elda þá…ég er meira klár í að baka kökur og muffins.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ?
 Að geta flogið klárlega.

GIST Í FANGAKLEFA?
 
Nei aldrei.

STURTA EÐA BAÐ?
 
Ég elska að fara í bað.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ?
Ég get hermt eftir fullt af mismunandi enskum hreimum.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Víðum náttbuxum og víðum bol og með loðnu kisuna mína hana Lúsí ofan á mér.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
 
Að ég stal skartgripum og varalitum frá lang ömmu minni henni Ágústu þegar ég var 3 ára og það þótti mjög fyndið í fjölskyldunni…mamma kom alltaf heim og þá var taskan hennar full af skartgripum og varalitum frá langömmu…mjög þjófótt barn.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
 
Ég horfði á Steel Magnolias bíómyndina í 30.skiptið og grenjaði allan tímann.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Já alveg nokkrar en ef ég ætti að nefna eina þá er það að fara ein í lyftu…fæ massa innilokunarkennd í lyftum og finnst betra að fara með einhverjum í lyftu in case að ég fríki út inní henni heheh.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? 
Að giftast manninum mínum honum Einari.

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ?
 
Rapparinn Master P manaði mig í að borða þurrkaðan kakkalakka sem er víst borðað sem nammi í Thailandi…það var frekar viðbjóðslegt en áhugavert.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? 
Ég reif plast buxurnar mínar á rassinum á sviði í Arizona fyrir framan 15 þúsund manns og var ekki í nærbuxum.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?

Misjafnt en oftast kl.9 á morgnana en stundum fer ég að sofa kl.9 að morgni og þá vakna ég aðeins seinna.

ICELANDAIR EÐA WOW? 
Það var allaf Icelandair en núna er það WOW því þau fljúga beint til Íslands frá LA.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
 
Við leigjum í Los Angeles yndislega íbúð.

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU? 
 Þær eru tvær bækurnar “Mátturinn í núinu” eftir Eckhart Tolle og svo “The Cognative Behavioral Workbook for Anxiety” eftir William J.Knaus…alveg frábærar bækur sem ég er að lesa núna.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
 
Netið.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

held ég hafi verið 5 ára og mamma og pabbi voru með rosa langar og þungar flauels gardínur í stofunni hjá sér og ég elskaði að vefja mér inní þær og þykjast vera í ævintýraheimi.

Eurovisionvefur DV.

Séð og Heyrt er forvitið.

 

Related Posts