Þórður Pálsson (29) stefnir langt í kvikmyndagerð:

Þórður Pálsson er ungur kvikmyndaleikstjóri sem útskrifaðist á seinasta ári úr breska kvikmyndaskólanum National Film and Television School, einum virtasta kvikmyndaskóla heims, og hefur útskriftarmynd hans hlotið mikla athygli á stuttmyndahátíðum um allan heim. Þórður er með tvær kvikmyndir í fullri lengd í bígerð sem báðar gerast á Íslandi.

Thor_2

ÞÓRÐUR PÁLSSON: Ein bjartasta von íslenskrar kvikmyndagerðar.

Byrjaði ungur „Áhuginn kom þegar ég var ungur og amma mín og afi áttu myndbandaleiguna Myndberg,“ segir Þórður um áhuga hans á kvikmyndagerð. „Ég var heppinn því gat ég tekið með mér níu myndir í poka,“ segir Þórður hlæjandi. „Ég hafði mikinn áhuga á leiklist, var í þremur söngleikjum, var ekki besti söngvarinn og hafði heldur meiri áhuga á leiklist. Síðan þegar ég var að klára Fjölbrautaskólann í Garðabæ þá tók ég stuttmyndakúrs þar sem maður fékk grunninn í að klippa, skrifa og skjóta.“ Að loknu stúdentsprófi var ljóst hvar áhuginn var mestur og hóf Þórður þá nám við Kvikmyndaskóla Íslands á leikstjórnar- og framleiðslubraut.

Brothers-5709 copy

LIÐSVINNA: Til að gera góðar kvikmyndir þarf sterka liðsheild og allir að vera á sömu blaðsíðu.

Nýtur íslenskra kvikmynda

Þórður kemur ekki af mjög listrænni fjölskyldu og segir hann sína nánustu mest vera í skrifstofustörfum. En af hverju valdi hann að fara í kvikmyndgerð frekar einhverja aðra listgrein? „Þetta byrjar allt út frá hugmynd sem þú ert með í kollinum. Það er sköpun sem á sér stað sem er brjálæðislega skrýtin og skemmtileg. Fólk gefur persónum sem þú bjóst til líf og það er ákveðið teymi sem myndast og þú ert bara eins og góður og manneskjurnar sem þú vinnur með.“

Í dag er hún frábær,“ segir Þórður um íslenska kvikmyndagerð. „Miðað við hvað við erum mörg þá er þetta magnað. Alltaf má gera betur en miðað við aðrar þjóðir og þann pening sem við erum að nota erum við frábær.“

Þórður horfir mikið á íslenskar kvikmyndir. „Það var um tíma Englar Alheimsins, út af leiknum,“ segir Þórður um þær myndir sem standa upp úr. „Veggfóður var í uppáhaldi, ég veit ekki af hverju en ég horfði á hana oft þegar ég var yngri og svo var 101 Reykjavík mjög skemmtileg mynd.“

Brothers-7083 copy

MEÐ LEIKURUM: Þórður ræðir við aðalleikara Brothers, útskriftarmynd hans, um tökurnar.

Björt framtíð

Eins og staðan er núna þá hef ég verið mjög heppinn,“ segir Þórður um hvers er hægt að vænta af honum í framtíðinni. „Ég er kominn með tvo þróunarstyrki fyrir tvær myndir. Ég er búinn að vera þróa þær seinustu tvö ár. Önnur myndin fjallar um mann sem fer í afskektan bæ í leit að morðingja dóttur sinnar. Hin er hryllingsmynd sem gerist í íslensku sjávarplássi árið 1875.“ En Þórður er ekki viss hvor verður hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Mig langar ekki að drífa mig, ég vil gera hana rétt.“

Brothers-7140 large 35mm 3 copy

BRÆÐUR: Rammi úr Brothers, útskriftarmynd Þórðar, sem fór um á margar virtustu kvikmyndahátíðir heimsins.

Byrjar á íslenskri mynd

Þú vilt að fólk sjái sögurnar,“ segir Þórður um hversu langt hann stefnir. „Draumurinn er að vinna í enskumælandi landi, gera enskumælandi myndir en ég er bara nýi gaurinn. Það er hellingur af Íslendingum að gera góða hluti. Auðvitað langar mig til að gera mynd í Ameríku, ég ólst upp við myndir sem gerast í Ameríku. Fínt að byrja á einni íslenskri til að sjá hvað maður er að gera,“ segir Þórður.

Brothers-6855 copy

TIL Í TÖKUR: Til að ná rétta sjónarhorninu þurfti tökumaður Þórðar að leggjast í grasið og mynda þaðan.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts