Snorri Óskarsson í Betel er umdeildur maður en staðfastur í sinni trú. Honum var vikið frá störfum sem kennara á Akureyri vegna skrifa sinna um samkynhneigð. Uppsögnin hefur nú verið dæmd ólögleg og hér svarar hann fyrir sig.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Það var þegar ég lá á eldhúsgólfinu heima með pela. Ég hef verið svona eins og hálfs árs gamall. Mjög óljós minning.
BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvorugt, ég er bindindismaður. Ég kýs vatn og Jesú breytir því síðan í vín.
HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Hann var harður, konan var ekki alveg nógu sátt við hann. En eitthvað hefur hann virkað því konan er enn þá með mér.
HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Umdeildur.
HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Fjórhjóladrifið „rúgbrauð“ með rúmi.
Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Í rúmi.
HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að fylgja Jesúm Kristi og gefa honum líf mitt. Einnig að kvænast konunni minni.
HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þau sögðu oft söguna af því þegar ég lærbrotnaði. Þá öskraði ég yfir allt: „Það blæður.“
HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Páll postuli.
HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég man ekki hvað myndin heitir, en það var nýlega yfir mynd sem ég leigði á vodinu. Ég á auðvelt með að tárast.
EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
The West Wing.
ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Nei.
HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Þegar vinur minn henti mér í sjóinn þegar ég var lítill strákur. Ég var að henda dauðum fiskum í sjóinn og vinur minn hélt að sjómennirnir þyrftu að nota þá þannig að hann henti mér í sjóinn svo ég myndi sækja þá aftur.
KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Sjö.
BÍÓ EÐA NIÐURHAL?
Hvorugt. Ég fer lítið í bíó og hala ekki niður efni. Ég horfi mikið á YouTube.
ICELANDAIR EÐA WOW?
Icelandair.
LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Ég á.
KÓK EÐA PEPSÍ?
Yfirleitt Pepsi Max.
HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?
Surprise af Dominos. Ef það er jalapeno á pizzunni þá er ég sáttur.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
Ísrael. Ég fer þangað sem fararstjóri.
LOPI EÐA FLÍS?
Lopi.
ÓLAFUR EÐA DORRIT?
Nú seturðu mig í vandræði. Vill maður ekki standa með þjóðrembunni og kjósa Ólaf. En Dorrit er rosalega fín dama.
DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Net.

 

 

Related Posts