Tito Jackson segist spyrja hann ráða:

Tito Jackson einn af eldri bræðrum poppgoðsins Michael Jackson segir að draugur bróður síns heimsæki fjölskylduna reglulega. Tito segist finna sterkast fyrir nærveru hans þegar þeir eftirlifandi bræður koma saman og syngja á sviði.

„Þú finnur anda hans alveg klárlega,“ segir Tito í samtali við Daily Morror en hann er staddur í London til að kynna fyrstu sólóplötu sína sem kemur út í næsta mánuði. „Þetta er gleðilegt tilfinning því Michael var hlý, hamingjusöm og ástrík persóna.“

TITO: Staddur í London að kynna fyrstu sólóplötuna.

TITO: Staddur í London að kynna fyrstu sólóplötuna.

Tito, sem orðinn er 61 árs gamall, bætir því við að það hafi komið fyrir stundir þar sem hann hafi átt í hljóðlátum samskiptum við Michael og spurt hann ráða.

Related Posts