Verkfræðingurinn og læknaneminn Hildur Sif Thorarensen (32) gefur út skáldsögu:

Hildur Sif Thorarensen hefur upplifað margt. Hún er verkfræðingur og læknanemi, hefur átt heima út um allan heim, á rússnenskan kærasta, talar spænsku, norsku og nokkur orð í hebresku og hefur nú skrifað sína fyrstu skáldsögu. Það er þó ekki hennar eigið líf sem varð kveikjan að sakamálasögunni Einfari heldur áhugaverð ástamál vinar hennar.

SH1611248158, Hildur Sif, Einfari, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Aldís Pálsdóttir, séð & heyrt, viðtal, bók

FJÖLHÆF: Hildur er verkfræðingur í læknanámi og skrifar skáldsögur í frítímum sínum.

Einfari „Ég var í ritlistaráfanga við Háskóla Íslands á meðan ég var í verkfræðináminu og þar byrjaði ég meðal annars að skrifa smásögur og drög að skáldsögu. Planið var ekki að skrifa skáldsögu núna, það gerðist eiginlega bara óvart,“ segir Hildur Sif.

Dúkkuhausar í formalínkrukkum

Hildur fékk hugmyndina að bókinni frá góðum vini sínum. Þessi vinur hennar hafði átt í áhugaverðum ástarsamböndum og þetta var eitthvað sem Hildi fannst hún verða að skrifa um.

„Ég var að læra norsku og þegar ég tók mér smápásu frá lærdómnum byrjaði ég að spjalla við góðan vin minn í gegnum Facebook og hann fór að segja mér frá einkennilegum ástamálum sínum. Hann hafði verið með stelpu frá Indlandi sem var með svarta beltið í tveimur bardagaíþróttum og lék sér að því að svæfa hann. Einnig var hann með verðandi nunnu og svo var það þriðja stelpan, sú sem mér fannst áhugaverðust, sem hélt að hún væri vampíra. Hún bjó á tímabili í austurhluta Frakklands og var búin að klæða allt heima hjá sér með dökku flaueli. Hún geymdi dúkkuhausa í formalínkrukkum og þetta var allt saman mjög óhugnanlegt. Til að toppa herlegheitin, geymdi hún gælusnáka í rúminu sínu sem bitu vin minn á meðan hann svaf.“

„Þessi vinur minn er mjög ævintýragjarn og skemmtilegur og lét þessa hluti ekkert trufla sig. Mér fannst þetta hins vegar svo spennandi að ég gat ekki annað en skrifað bók. Þessi vampírustelpa er persóna í bókinni og þar sem þetta er góður vinur minn fannst mér hann þurfa að fá að vera með líka og því lá beint við að drepa hann í fyrsta kafla,“ segir Hildur og hlær.

EINKENNILEG ÁSTARMÁL: Vinur Hildar átti vægast sagt í einkennilegum ástarsamböndum og það var kveikjan að bókinni.

EINKENNILEG ÁSTARMÁL: Vinur Hildar átti vægast sagt í einkennilegum ástarsamböndum og það var kveikjan að bókinni. 

Vill gera allt

Það reka eflaust flestir upp stór augu þegar þeir heyra að Hildur sé verkfræðingur í læknanámi og ofan á það rithöfundur. Henni líður þó best þegar hún hefur mörg mismunandi verkefni.

„Ég vil eiginlega bara gera allt. Það er svo frábært að geta tekið þátt í svona mörgum ólíkum hlutum. Þetta er svona eins og að vera í menntaskóla og vera í mismunandi áföngum. Mér finnst miklu skemmtilegra að hafa mörg fjölbreytt verkefni í gangi,“ segir Hildur sem er ekki bara fjölhæf í því sem hún gerir heldur hefur hún einnig búið um allan heim.

„Pabbi minn er byggingartæknifræðingur og hann var að vinna úti um allan heim og við mamma eltum hann því út um allt. Það var alveg magnað að fá að upplifa svona marga mismunandi staði svona ung,“ segir Hildur en hún hefur búið í Ísrael, Slóvakíu, á Spáni og í Færeyjum.

SH1611248158, Hildur Sif, Einfari, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Aldís Pálsdóttir, séð & heyrt, viðtal, bók

EKKI HÆTT: Hildur er strax byrjuð að skrifa næstu bók og hún fjallar um sömu persónur og birtast lesendum í Einfara. Hildur segir að skrifin muni fylgja sér um ókomna tíð.

Strætóinn sprengdur í tætlur

Hildur upplifði hluti sem flestir Íslendingar sjá aðeins í fréttatímunum og hún segir þessar upplifanir hjálpa sér mikið við ritstörfin.

„Mér finnst alveg æðislegt að hafa fengið að upplifað alla þessa ólíku menningarheima. Ég var svo ung að ég hafði ekki verið búin að mynda mér neinar skoðanir, ég mætti bara í nýtt land og þetta var allt svo nýtt og skemmtilegt fyrir mér. Þegar ég bjó í Ísrael vandist ég því að sjá hermenn með byssur og strætóinn okkar sem við ferðuðumst í til Tel Aviv var meðal annars sprengdur í loft upp þrisvar sinnum á meðan við bjuggum í landinu. Ég var samt ekkert hrædd þegar ég bjó þarna, þetta var bara hluti af mínu lífi,“ segir Hildur og bætir við að þessi reynsla hjálpi henni við skrif sín.

„Þessi reynsla hjálpar mér svo sannarlega við skriftirnar því ég hef stóran gagnabanka af mínum eigin upplifunum og hef jafnframt fengið ágætis innsýn inn í hvernig veröldin virkar.“

Þrátt fyrir verkfræðimenntunina og læknanámið segir Hildur að skrifin muni alltaf fylgja sér.

„Ég byrjuð að skrifa næstu bók og hún fjallar um sama lögreglufólk og í þessari bók. Ég ætla að halda áfram að fjalla um þau því mér finnast þetta svo skemmtilegir karakterar. Þetta mun vera hálfgert hobbí hjá mér samhliða læknisfræðinni. Fólk spyr mig oft hvernig ég hafi tíma í þetta allt og einfaldasta svarið er að ég djamma aldrei. Það er ótrúlegt hvað það getur farið mikill tími í djammið.“

SÚ FYRSTA: Einfari er fyrsta bók Hildar sem hefur farið vel af stað sem rithöfundur en bókin hennar hefur fengið frábæra dóma.

SÚ FYRSTA: Einfari er fyrsta bók Hildar sem hefur farið vel af stað sem rithöfundur en bókin hennar hefur fengið frábæra dóma.

Séð og Heyrt les góðar bækur.

 

Related Posts