Kynlífssérfræðingurinn virti, Dr. Ruth (86), ákvað að koma inn í umræðuna um „mömmuklámið“ svokallaða sem brennur á vörum margra um þessar mundir í ljósi þess að kvikmyndin Fifty Shades of Grey sló mörg aðsóknarmet um helgina síðustu.

Ruth segist ekki hafa séð kvikmyndina og ætli sér ekki að sjá hana en hún las aftur á móti bókina og þótt hún sé ekki beinlínis hrifin af innihaldinu segir hún að lesturinn geti reynst ýmsum hollur. „Þetta er enginn skyldulestur og það eru margir kaflar þarna sem er fínt að geta flett yfir en það er hið besta mál ef þessi bók kveikir í konum. Við erum öll svo upptekin alla daga og hvort sem þú lest eða horfir á Gráa skugga þá er mjög mikilvægt að koma sér í þannig hugarástand að vilja örva heilann kynferðislega. Það er ekkert leiðinlegra til í heiminum fyrir pör en leiðinlegt, áreynslulaus kynlíf. Allt hjálpar.“

Related Posts