Ýrr Valkyrja Baldursdóttir (40) talar um listina og lífið:

Ýri Valkyrju Baldursdóttur er margt til lista lagt. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hún málaði risastórar myndir af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigmundi Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra. Málverk Ýrar eiga það sameiginlegt að vera gríðarstór og tilkomumikil ásamt því sem nákvæmnisvinna í verkunum er mikil. Ýrr mun halda listaverkasýningu um Hvítasunnuhelgina en einnig heldur hún úti Facebook-síðunni Ýrr Valkyrja Art/ Tattoobike þar sem verk hennar eru til sýnis. Líf Ýrar hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum því hún tók margar rangar ákvarðanir í æsku sem að lokum komu í bakið á henni. Nú er hún þó komin á beinu brautina, er móðir með stóra fjölskyldu og pensilinn að vopni.

GLÆSILEG: Ýrr hefur unun að því sem hún gerir og gerir það vel. Hún hefur einnig nóg pláss til að tjá list sína enda er það nauðsynlegt þar sem málverk hennar eru flest stór.

GLÆSILEG: Ýrr hefur unun að því sem hún gerir og gerir það vel. Hún hefur einnig nóg pláss til að tjá list sína enda er það nauðsynlegt þar sem málverk hennar eru flest stór.

List „Við erum með vinnustofu í Lyngháls 10. Ég á ekki heima þar en bý þó í sama húsi. Umboðsmaður minn býr hins vegar á vinnustofunni. Við erum bara búin að breyta heimili hans í gallerí. Hann átti heima þarna fyrir og býr þarna enn. Það var í raun ekkert vesen að breyta þessu í vinnustofu, þetta bara lífgaði upp á heimilið en eftir því sem verkin urðu fleiri þá þurfti að flytja nokkur þeirra yfir til mín,“ segir Ýrr.

„Við erum búin að vinna í þessu saman í rúmt ár. Aðallega er það þessi airbrush-tækni sem ég nota. Stundum blöndum við hins vegar olíu og airbrush saman, notum bara það sem hentar hverju sinni,“ segir Ýrr sem er ekki ein í þessu verkefni.

„Gilbert, umboðsmaður minn, er mikill pælari og frábær hugmyndasmiður. Hann tekur virkan þátt í þessu og hefur mjög gott auga fyrir listinni. Hann er svona hugurinn í þessu og ég hendurnar, þetta er gott samstarf.“

MEÐ BJARNA: Ýrr vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir myndina af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

MEÐ BJARNA: Ýrr vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir myndina af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Stór fjölskylda

Ýrr er á kafi í listinni og eins og oft þá fylgir fjölskyldan með sem í hennar tilfelli er stór.

„Ég á mann, þrjár dætur og eina fósturdóttur, við erum því stór fjölskylda. Þau eru öll mjög listræn. Maðurinn minn er tónlistarmaður og dætur mínar eru miklu klárari í listinni en ég var þegar ég var á þeim aldri. Þær eru að gera miklu flottari hluti en ég gerði nokkurn tíma,“ segir Ýrr og hlær.

„Ég kenndi airbrush-list lengi vel og kenndi þá í Borgarholtsskóla í skamman tíma og svo vorum við í nokkur ár að kenna í húsnæði Poulsens og þá fengum við oft gestakennara að utan. Þetta voru stærstu nöfnin í airbrush-bransanum sem komu til okkar og það var mikill áhugi fyrir þessu. Það hefur verið smáhlé á því síðustu ár en við munum bæta úr því í sumar. Þá fáum við einn helsta airbrush- meistara í heimi til að kenna. Það er ekki hægt að sjá muninn á ljósmynd og hans list, svo fær er hann,“ segir Ýrr en hvaðan kemur þessi áhugi hennar á listinni?

GOTT TEYMI: Eins og Ýrr sagði þá er hún hendurnar og Gilbert, umboðsmaður hennar, hugurinn en þó elska þau að vinna saman.

GOTT TEYMI: Eins og Ýrr sagði þá er hún hendurnar og Gilbert, umboðsmaður hennar, hugurinn en þó elska þau að vinna saman.

„Ég hef verið rosalega mikill aðdáandi „Heavy Metal“-teiknimyndablaða. Það er nú ekki mikið til af þeim í dag, en þar voru listamenn eins og H. R. Giger að teikna og þetta heillaði mig mikið sem barn. Ég hef verið að teikna og mála síðan ég gat haldið á blýanti. Ég fékk airbrush- áhugann út frá þessum myndasögum. Það að mála og teikna er bara eins og framlenging á hendinni. Þegar þessi byssa, sem blýanturinn, er komin í hendurnar á mér þá get ég gert allt.“

„Það er líka mikil tilhlökkun í okkur núna því við munum halda fyrstu sýninguna okkar um Hvítasunnuhelgina. Þetta verður risastór sýning og mun standa yfir í fjóra daga, frá 13. maí til 16. maí í Gróskusal á Garðatorgi. Sýningin verður opin frá 16-21 alla daga og þangað eru allir velkomnir.“

FLOTT: Ýrr er ekki óhrædd við að blanda saman tveimur heimum eins og sést glögglega á þessari mynd.

FLOTT: Ýrr er ekki óhrædd við að blanda saman tveimur heimum eins og sést glögglega á þessari mynd.

Var í mikilli óreglu

Ýrr ætlar að halda airbrush- námskeið í sumar en hún hefur ekki getað einbeitt sér að því síðustu ár vegna veikinda sem komu meðal annars til vegna þess að hún er fyrirburi og svo hjálpaði óheilbrigður lífsstíll hennar ekki.

„Það er töluverður áhugi fyrir námskeiðum og það hafa færri komist að en hafa viljað á þessi námskeið sem ég hef haldið. Það er þó svolítið síðan ég hélt þessi námskeið því ég þurfti að fara í erfiða lyfjameðferð þannig að ég datt út á tímabili en svo þegar ég kom til baka þá hitti ég Gilbert og við fórum af stað með þetta,“ segir Ýrr.

STOLT: Ýrr er stolt af verkum sínum og hlakkar mikið til að halda sína fyrstu sýningu um Hvítasunnuhelgina.

STOLT: Ýrr er stolt af verkum sínum og hlakkar mikið til að halda sína fyrstu sýningu um Hvítasunnuhelgina.

„Ég fékk óeðlilegar frumubreytingar og varð mjög veik. Það er meðal annars út af því að fæddist með slæma lifur vegna þess að ég er fyrirburi. Ég þarf því alltaf að passa mjög vel hvað ég borða til dæmis. Síðan fór ég ekki vel með líkamann sem táningur. Ég var í miklu rugli alveg þangað til árið 1998. Ég var lítil drykkjumanneskja en fór snemma út í vitleysu og var mikill fíkniefnafíkill. Ég hætti öllu rugli 22 ára og hef verið edrú síðan en það er eins með þetta og allt annað að maður þarf að borga fyrir gjörðir sínar, þetta fór ekki vel með mig.“

„Ég veit ekki alveg af hverju maður leiðist út í þetta, það er ekki eins og ég hafi hugsað þegar ég var yngri að þegar ég verð stór ætlaði ég að verða dópisti, það er ekki þannig. Ég var ung og vitlaus og skyldi ekki hætturnar, hugsunin var alltaf að það myndi ekkert koma fyrir mig. Ég fylgdi í raun bara tíðarandanum og var í slæmum félagsskap,“ segir Ýrr og bætir við að hún hafi oft verið mjög hætt komin.

„Ég var á slæmum stað og oft var ég næstum dáin, það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég hætti. Það sem gerðist er að ég eignaðist dóttur og þegar hún var orðin tveggja ára sá ég loksins að hún var í röngu umhverfi og þá áttaði ég mig á því að þetta var ekkert eðlilegt líf og þá tók ég mér tak. Það má segja að dóttir mín hafi í raun bjargað lífi mínu.“

ALVÖRUVERK: Verk Ýrar eru mörg hver mjög stór og ótrúlega tilkomumikil.

ALVÖRUVERK: Verk Ýrar eru mörg hver mjög stór og ótrúlega tilkomumikil.

Er enn þá rebel

Þeir sem þekkja Ýri þekkja hana undir nafninu Ýrr Valkyrja. Hún heitir þó í raun og veru ekki Valkyrja en þetta er eitthvað sem hefur fylgt henni frá barnæsku. Ýrr tekur undir það að hún hafi verið mikill uppreisnarseggur þegar hún var yngri og segist í raun enn þá vera „rebel“.

„Nei, ég heiti í raun ekki Valkyrja, ég heiti Ýrr Baldursdóttir en þetta nafn hefur fylgt mér síðan ég var lítil. Afi og pabbi byrjuðu að kalla mig valkyrju þegar ég var yngri. Ég veit ekki alveg af hverju en þetta hefur fylgt mér síðan þá,“ segir Ýrr sem er einnig húðflúrsmeistari en gerir þó lítið af húðflúri þessa dagana.

NÁKVÆMNI: List Ýrar krefst mikillar nákvæmni og einbeitingin þarf að vera 100% til að verkið verði rétt.

NÁKVÆMNI: List Ýrar krefst mikillar nákvæmni og einbeitingin þarf að vera 100% til að verkið verði rétt.

„Ég held ég hafi verið 14 ára þegar ég fékk mér fyrsta húðflúrið mitt í Los Angeles, í óþökk allra,“ segir Ýrr og hlær.

„Ég er 19 ára þegar ég byrjaði sjálf að flúra en gafst mjög fljótlega upp. Ég var bara of ung og réð ekki við þetta. Þetta var heldur ekki besti tímapunkturinn fyrir mig, ég var á slæmum stað í lífinu á þessum tíma. Ég byrjaði þó aftur að flúra þegar airbrush-tímabilið hjá mér hefst, þetta er mjög tengt. Ég er enn þá að flúra en er ekki með neina stofu. Núna flúra ég bara vini og vandamenn, þá eigum við bara kvöldstund saman og höfum það kósý yfir einu flúri.“

TÖFF: Dolly Parton og Amy Winehouse eru meðal þeirra sem fá nýtt útlit hjá Ýri.

TÖFF: Dolly Parton og Amy Winehouse eru meðal þeirra sem fá nýtt útlit hjá Ýri.

Tíðarandinn í samfélaginu er að breytast og sú tíð er nánast að líða undir lok að húðflúrað fólk sé litið hornauga. Ýrr segist ekki upplifa sig sem utangarðsmanneskju þótt margir fussi enn og sveii yfir húðflúruðu fólki.

„Tímarnir eru að breytast sem ég er rosalega ánægð með. Það eru ný kynslóð að taka við sem eru ekki jafndómharðar. Við hins vegar þurftum grunn og aga sem við fengum frá þeirri kynslóð sem er að kveðja okkur og við eigum að vera þakklát fyrir það. Ég er ennþá „rebel“ í þeim skilningi að ég stend fast á mínu og læt alveg heyra í mér þótt að það sé mögulega í óþökk annarra, það verður þá bara að hafa það.“

ALVÖRUÍBÚÐ: Það má með sanni segja að íbúð Gilberts sé glæsileg. Pool-borð og listaverk út um allt til að krydda lífið.

ALVÖRUÍBÚÐ: Það má með sanni segja að íbúð Gilberts sé glæsileg. Pool-borð og listaverk út um allt til að krydda lífið.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts