Karen Grétarsdóttir (22) reynir fyrir sér sem fyrirsæta:

 

Þegar Karen Grétarsdóttir, dóttir Grétars Örvarssonar tónlistarmanns, kláraði Verslunarskóla Íslands ákvað hún að flytja til Hollywood. Fljótlega endaði hún í fyrirsætubransanum og er ákveðin í því að gera sem best í honum. Karen hefur upplifað margt en hún var í sambandi við Hollywood-stjörnu, djammaði með Chris Brown og þjónaði Leonardo DiCaprio. Fyrirsætubransinn á þó hug hennar allan núna og ætlar hún sér stóra hluti þar.

 

24. tbl 2015, fyrirsæta, Guðrún Serafini, Séð og Heyrt, SH1508281696, Stolt móðir, velgengni-Karen Grétarsdóttir

GLÆSILEG: Karen er svo sannarlega glæsileg og á framtíðina fyrir sér í fyrirsætubransanum. 

Leiddist í Svíþjóð „Ég var að vinna í Svíþjóð og dauðleiddist þannig að ég ákvað að fara út til Los Angeles en systir mín, Gréta Karen, á heima þar og er söngkona. Mamma er með bandarískt ríkisfang og því fékk ég græna kortið strax sem gerir þetta allt miklu auðveldara,“ segir Karen

Processed with VSCOcam with c9 preset

TÖFF: Karen hefur verið dugleg í fyrirsætubransanum upp á síðkastið.

„Ég er búin að vinna í nokkrum störfum þarna úti. Var meðal annars að vinna á veitingastað sem Leonardo DiCaprio var tíður gestur á. Hann er mjög róleg týpa og ekki með neina stæla. Síðan vann ég sem aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra í næturlífsfyrirtæki en þar undirbjuggum við skemmtanalífið fyrir fólk og sýndum því bestu staðina.“

„Ég er komin með samning við „Vince Models“ og er þar með umboðsmann sem hjálpar mér að fá verkefni í fyrirsætubransanum. Hann er að hjálpa mér núna að byggja upp möppu með myndum af mér sem er mjög mikilvægt að gera,“ segir Karen.

„Starstruck“ þegar hún hitti Ryan Gosling

24. tbl 2015, fyrirsæta, Guðrún Serafini, Séð og Heyrt, SH1508281696, Stolt móðir, velgengni-Karen Grétarsdóttir

FRAMTÍÐIN BJÖRT: Karen ætlar sér svo sannarlega stóra hluti í framtíðinni, hvort sem það tengist fyrirsætustörfum eða einhverju öðru.

Ríka og fræga fólkið er tíð sjón úti á götum Los Angeles en hvernig er að umgangast þetta fólk?

„Ég varð alveg „starstruck“ þegar ég sá Ryan Gosling og Evu Mendes eitt sinn en vinir mínir sögðu mér að róa mig niður því þetta væri algeng sjón þarna úti. Ég ætti eftir að hitta helling af frægu fólki, sem varð raunin,“ segir Karen og hlær.

„Það tók tíma fyrir stelpu frá litla Íslandi að venjast því að hitta allt þetta fræga fólk en Hollywood er eins og lítið þorp, maður er alltaf að rekast á frægt fólk. Þegar ég vann á veitingastaðnum þá var Leo DiCaprio fastagestur þar og svo var maður mikið í kringum þetta fræga fólk þegar ég vann í skemmtanalífinu. Chris Brown, Justin Bieber og Rihanna eru oft að djamma á stöðunum sem við fórum á,“ segir Karen.

Erfiður bransi

Móðir Karenar þurfti að sjá á eftir dóttur sinni fara til Los Angeles en er gríðarlega stolt af henni „Þetta er alveg ofboðslega erfiður bransi, um hvert gigg eru 500 stelpur sem mæta og reyna að fá verkefnið,“ segir Guðrún um módelbransann.

„Karen er búin að fá nokkur góð tækifæri, ég fór til hennar núna í júní í nokkra daga og þá fór ég með henni til Malibu þar sem hún var að vinna fyrir fatafyrirtæki. Þetta kostar sitt og getur verið dýrt en hún vinnur með þessu, hún var að vinna sem aðstoðarmanneskja eins stærsta „promoter“ í Hollywood þar sem hún skipulagði atburði og það var alveg hellingur að gera. Svo fær hún smáhjálp frá mömmu og pabba en hún er alveg ofboðslega dugleg að bjarga sér sjálf.“

24. tbl 2015, fyrirsæta, Guðrún Serafini, Séð og Heyrt, SH1508281696, Stolt móðir, velgengni-Karen Grétarsdóttir

MAMMA STOLT: Guðrún er stolt af stelpunni sinni en segir þó að það hafi verið erfitt að sjá á eftir henni til Los Angeles.

Ætlaði aldrei í fyrirsætubransann

„Hún er búin að vera úti í rúmlega tvö ár, býr þarna með systur sinni. Hún ætlaði aldrei í þennan módelbransa, hún ætlaði bara að fara út og njóta lífsins, nýkomin úr Versló og einhleyp að lifa lífinu. Svo var fullt af fólki að segja henni að hún gæti náð langt í þessu og því ákvað hún að taka slaginn. Það væri auðvitað frábært ef þetta myndi takast hjá henni,“ segir Guðrún en Karen var um tíma í sambandi við leikarann Amaury Nolasco en því er lokið.

„Hún og Aumary eru  hætt saman núna, ég held að það hafi bara verið allt of mikill aldursmunur á þeim en hann var svakalega viðkunnanlegur, ég kynntist honum aðeins og hann er rosalega fínn strákur. Þau skemmtu sér samt vel á meðan á þessu stóð sem er flott.“

Erfitt að sjá á eftir dóttur sinni

24. tbl 2015, fyrirsæta, Guðrún Serafini, Séð og Heyrt, SH1508281696, Stolt móðir, velgengni-Karen Grétarsdóttir

FLOTTAR MÆÐUGR: Karen og Guðrún eru nánar og svo sannarlega einar glæsilegustu mæðgur landsins.

„Það var auðvitað erfitt fyrir móður að sjá á eftir litlu stelpunni sinni til Los Angeles, maður var búinn að sjá fyrir sér allt það versta sem gat gerst en við erum í stöðugu sambandi. Þetta er allt miklu auðveldara núna með þessum samfélagsmiðlum en svona er þetta. Börnin fljúga úr hreiðrinu,“ segir Guðrún en verður allt kapp lagt á fyrirsætubransann?

Karen Grétars

FALLEG: Karen er glæsileg ung kona.

„Karen hefur mikinn áhuga á að mennta sig og langar mikið að fara í nám úti en þetta er alveg skelfilega dýrt þannig að við verðum að sjá til hvernig það gengur. Hún veit svo sem ekkert hvað hún verður lengi úti, það fer alveg eftir hvernig gengur,“ segir Guðrún.

24. tbl 2015, fyrirsæta, Guðrún Serafini, Séð og Heyrt, SH1508281696, Stolt móðir, velgengni-Karen Grétarsdóttir

MÖMMUSTELPA: Það er æðislegt að vera í LA en alltaf gott að koma heim til mömmu í frí.

 

Processed with VSCOcam with a9 preset

GLÆSILEGAR MYNDIR: Þær eru margar flottar myndirnar sem hafa verið teknar af Karen.

Karen Grétars

FYRIRSÆTA: Karen ætlar að láta fyrirsætudrauma sína rætast.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts