Gréta Morthens (23) er flugfreyja: 

Sumarið er tíminn Gréta Morthens er dóttir tónlistarmannsins Bubba Morthens og fyrri konu hans Brynju Gunnarsdóttur. Gréta sem er 23 ára, hóf nýverið störf sem flugfreyja hjá flugfélaginu WOW air og bættist þar í hóp föngulegra freyja sem sinna gestum í háloftunum.

Gréta hefur erft tónlistarhæfileika föðurs síns og hefur að sögn þeirra sem til þekkja afbragðs góða söngrödd og er lunkinn á gítarinn. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort að hún hasli sér einnig völl á tónlistarsviðinu í framtíðinni eða láti háloftin duga.

 

wow freyja

FÖNGULEG FREYJA: Gréta Morthens er 23 ára dóttir rokkguðsins Bubba Morthens. Hún var að hefja störf sem flugfreyja hjá WOW air.

 

Related Posts