Kristjana Pétursdóttir

FALLEG: Kristjana er glæsileg

Góður stuðningur „Þetta er gott tækifæri til að koma sér á framfæri og sýna hvað maður hefur fram að færa. Ég er líka hrifin af því að það er mikil áhersla á góðgerðastarfsemi í keppninni þetta árið,“ segir Kristjana Pétursdóttir, þátttakandi og dóttir Berglindar Johansen sem var krýnd fegurðardrottning Íslands árið 1984. Berglind var þá 18 ára Reykjavíkurmær og heillaði dómnefndina upp úr skónum.

Kristjana er í skóla og vinnur því samhliða hjá NTC og á elliheimili. „Ég bjó erlendis og er því að klára stúdentspróf núna frá MH. Eftir stúdentspróf langar mig í hönnunarnám og viðskiptafræði. Stefnan er að sameina þetta tvennt og búa til góðan starfsferil sem er einnig áhugasviðið mitt.“

Kristjana segir móður sína ekki hafa ýtt á sig að taka þátt í keppninni. „Ég ákvað þetta sjálf, hún var alveg hlutlaus. Hún styður mig alltaf, sama hvað það er sem ég tek mér fyrir hendur. Hún er búin að gefa mér eitt ráð sem ég hef alltaf nýtt mér og það er að vera alltaf ég sjálf.“

Kristjönu lýst vel á keppnina. „Þetta fer vel af stað og allir sem koma að keppninni eru mjög indælir.“

ÿØÿà

BJÚTÍ Í BLÁU: Berglind Johansen, móðir Kristjönu, var fögur í bláum pallíettukjól þegar hún var krýnd ungfrú Ísland.

Berglind Johansen Berglind Johansen Berglind Johansen Berglind Johansen

EIN SÚ FLOTTASTA: Berglind Johansen er ein flottasta konan á Íslandi.

Related Posts