Haukur Gylfason (33) á vinsælustu tíkina á svæðinu:

Voff  Tíkin Dorrit fylgir eiganda sínum, Hauki, hvert fótmál. Hann starfar sem vélamaður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og hefur gert í tíu ár.

Hún hefur komið með mér í vinnuna á hverjum degi frá því að hún var hvolpur, hún er hvers manns hugljúfi og er einstaklega vinsæl meðal starfsmanna og gesta. Það er gott fyrir hunda að alast upp með öðrum dýrum, þeir verða svo spakir og lausir við allt stress. Dorrit er nefnd í höfuðið á forsetafrúnni en það kom ekkert annað nafn til greina þar sem mamman heitir Lady og faðirinn Hannibal Lecter,“ segir Haukur í sjöunda himni með Dorrit.

dorrit

GÓÐ SAMAN: Haukur og Dorrit í Húsdýragarðinum.

Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts