André Bachmann (65) verður hress á jólahátíð fatlaðra:

Síkátur Gleðigjafinn, tónlistarmaðurinn og strætóbílstjórinn André Bachmann verður í eldlínunni á jólahátíð fatlaðra sem haldin verður á Hotel Nordica þann 11. desember. Þetta er í 32 annað sinn sem gleðinni er slegið upp og André segir að sem fyrr verði mikið um dýrðir.

andri 1

Í JÓLASKAPI: André Bachmann er landskunnur gleðigjafi og í fremstu víglínu þegar kemur að jólahátíð fatlaðra sem nú verður haldin í 32 sinn.

„Forsetinn og frú verða heiðursgestir og það verður fullt af skemmtiatriðum,“ segir André sem er kominn í jólaskap. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra heiðraði samkomuna í fyrra en nú er röðin komin að Ólafi Ragnari og Dorrit. Ingó Veðurguð, Skítamórall og Laddi eru á meðal skemmtikrafta sem láta til sín taka og venju samkvæmt er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson kynnir.

Related Posts