Dorrit Mouassaieff (66) var hversdagleg í köflóttri skyrtu og vesti á listasýningu:

Forsetahjónin litu við á sýningu Gabríelu Friðriksdóttur, Innra líf heysátu, sem opnaði í listasal Gamma á Listahátíð. Hjónin voru í léttu skapi og léku á als oddi. Það hefur ekki mikið farið fyrir Dorrit sjálfri hér á landi að undanförnu en umræðan um fjármál fjölskyldu hennar og heimilisfesti hefur verið hávær og ætlaði á tímabili allt um koll að keyra. Því var einnig fleygt að hjónabandi hennar og Ólafs Ragnars væri lokið en það var ekki annað að sjá en hamingjan léki um hjónin þegar þau litu við hjá Gabríelu.

DSC09915

VOR Í LÍFI FORSETANS: Vonin kemur með vorinu, þá kviknar lífið á ný, veturinn hopar og birtan bregður á leik. Mikið umrót og ólga hefur einkennt síðustu vikur í lífi forseta Íslands og eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff. Nú hefur veðrinu slotað og lognið leikur ljúft um þau hjón sem kveðja nú Bessastaði í sátt. Ólafur Ragnar hefur setið lengur en nokkur annar á stóli forseta Íslands, í alls tuttugu ár. Það mátti sjá blik í auga forsetans þegar hann leit glettinn á eiginkonu sína, líkt og hann væri að segja vertu til því vorið kallar á þig.

 

Related Posts