Dorrit Moussaieff forsetafrú (65) stal senunni í Hörpu:

dorrit 99

DORRIT: Langflottust í Hörpunni.

Smart Ekki í fyrsta sinn sem Dorrit á sviðið þar sem hún mætir; alltaf flott, alltaf fín en þarna var hún komin á háfjallahátíð Baltasars Kormáks og félaga. Dorrit var í rússneskum kóasakkastíl; kasmírull og skinni og aðrir féllu í skuggann en gestir þarna voru fjölmargir.

Balti

ÞINGMAÐURINN: Róbert Marshall var í skýjunum.

Þingmaðurinn Róbert Marshall er annáluð fjallageit og mætti að sjálfsögðu á Háfjallakvöld með kvikmyndagerðarmönnunum Baltasar Kormáki og David Breashears. Ekki spillti svo fyrir að Tómas hjartalæknir Guðbjartsson hélt einnig erindi. Kvöldið var því fullt af fróðleik og skemmtun og þingmaðurinn yfirgaf Hörpu skýjum ofar.

Baltasar Kormákur hefur nýlokið tökum á stórslysamynd sinni Everest sem segir frá mannskaða sem varð á Everest-fjalli 1996. Breashears er þekktur fjallamaður sem náði þeim áfanga 1985 að verða fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að komast á topp Everest í tvígang.
„Þetta var mjög skemmtilegt. Fyrirlestrarnir voru fróðlegir og þetta var mjög gaman,“ segir Róbert Marshall sem hefur mörg fjöllin klifið, meðal annars Kilimanjaro í Afríku. „Það var líka ótrúlega gaman að sjá mörg hundruð manns ákveða að eyða sunnudagskvöldi í að hlusta á sögur af fjöllum og umræðu um umhverfismál og jökla sem eru að hopa.“

Róbert þekkir vel harmleikinn á Everest 1996 en þá létust átta menn á fjallinu á tveimur dögum. Mynd Baltasars byggir á bókinni Into Thin Air eftir Jon Krakauer sem var í öðrum tveggja hópa sem misstu menn þessa daga. „Fyrir mörgum fjallamönnum er goðsagnarkenndur blær yfir þessu. Ég hef lesið bókina og man eftir að hafa sökkt mér ofan í ritdeilur í kringum þetta á sínum tíma.“

Baltasar svaraði spurningum viðstaddra um kvikmyndagerðina og fór á kostum. „Balti var alveg frábær. Hann segir skemmtilega frá og hefur greinilega lagst í mikla rannsóknarvinnu og þekkir þetta mál frá A-Ö og hefur hitt meira eða minna alla sem tengjast þessu máli á einhvern hátt. Það var líka gaman að sjá tvær þjóðhetjur á sviði, Balta og Tómas lækni,“ segir Róbert en Tómas flutti erindið Á fjallaskíðum skemmti ég mér, ásamt Ólafi Má Björnssyni.

Related Posts