Óskabarn þjóðarinnar á afmæli í dag; 65 ára:

Dorrit Moussaieff forsetafrú r 65 ára í dag, fædd 12. janúar 1950.

Ekkert er fjallað um afmæli forsetafrúarinnar á heimasíðu forsetaembættisins í morgun en líklegt má telja að Dorrit haldi upp á daginn á heimslóðum sínum í London þar sem hún er vinamörg.

Dorrit kom eins og frískur stormsveipur inn í íslenskt samfélag eftir að hún kynntist Ólafi Ragnari Grímssyni í matarboði í London um síðustu aldamót og hefur allar götur síðan heillað landsmenn með frjálslegri framgöngu, einlægni og persónutörfum.

Séð og Heyrt óskar Dorrit Mousaieff innilega til hamingju með daginn.

Related Posts