Hér er Robert Downey Jr. sestur í sviðsljósið til að varpa aðeins ljósi á nýjustu mynd sína, The Judge, en þar fer hann með hlutverk stórborgarlögfræðings sem snýr aftur til æskuheimilis síns þar sem faðir hans, dómarinn í bænum (leikinn af Robert Duvall), er grunaður um morð. Sonurinn getur ekki annað en reynt að komast að hinu sanna í málinu og tekur það í sínar hendur, með vonir einnig um að tengjast fjölskyldunni á ný.

The Judge var frumsýnd fyrr í haust á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hlaut þar frábærar viðtökur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október.

Related Posts