Dr. Lilja Kjalarsdóttir (33) er framkvæmdastjóri hjá líftæknifyrirtæki:
Hún hefur alltaf verið sterk og man ekki eftir sér öðruvísi. Lilja Kjalarsdóttir er fyrrum fyrirliði í fótbolta, keppti í fitness af því að hún gat það og er með doktorsgráðu í lífvísindum frá Texas. Hún starfar sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs hjá líftæknifyrirtækinu Genis.

Kraftur „Mér finnst gaman að vera sterk. Ég hef alltaf verið sterk, í sveitinni í gamla daga var ég enginn eftirbátur þeirra sem eldri voru og gaf ekkert eftir við erfiðisvinnu. Ég á auðvelt með að byggja upp vöðva og ég hef alltaf verið mössuð,“ segir doktor Lilja Kjalarsdóttir, fyrrverandi fótboltakona og fitnesskeppandi.

lilja sterka

GIFTIST EINKAÞJÁLFARANUM: Svavar tók að sér að þjálfa Lilju fyrir fitnesskeppnina. Hún áttaði sig ekkert á því í fyrstu að hann var kolfallinn fyrir henni.

Lilja á að baki farsælan knattspyrnuferil með Stjörnunni í Garðabæ þar sem hún var fyrirliði liðins í fjölmörg ár. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en hún keppti einnig í fitness og kom sér í form á undraskömmum tíma. Auk þess er hún með doktorspróf i lífvísindum og starfar hjá Genis líftæknifyrirtæki.

„Ég var staðráðin í því að fara alla leið í námi, það kom ekkert annað til greina. Aginn og skipulagið í fótboltanum nýttist mér vel í náminu. Ég fór beint í doktorsnám eftir að ég lauk BS-náminu frá HÍ. Ég fór í framhaldsnám til Dallas og var þar í UT Southwestern Medical Center og eftir það var ég í Norður-Karólínu í Duke-háskóla í rannsóknarvinnu þar. Okkur leið vel í Bandaríkjunum og var virkilega vel tekið.“

fitness, fótbolti, kraftlyftingar, Lilja, rannsóknir, Séð & Heyrt, 6. tbl. 2016, SH1602107768

STERKUR DOKTOR: Lilja Kjalarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Genis en fyrirtækið setti nýlega byltingarkennda vöru á markaðinn sem er frábær viðbót fyrir alla sem vilja fá sem mest út úr æfingunum sínum.

Fór í fitness og græddi eiginmann

Lilja var margoft beðin um taka þátt í fitnesskeppni og lét á endanum undan. Hún sá ekki eftir því og fékk eiginmann í kaupbæti.

„Ég var með teina og vildi einhverra hluta vegna ekki taka þátt í fitness með þá. Svo þegar ég losnaði við þá þurfti ég að standa við stóru orðin. Systir mín fann fyrir mig einkaþjálfara til að koma mér í gang, ég hafði nefninlega aldrei farið í líkamsræktarstöð. Ég þurfti ekki að lyfta eins og hinar stelpurnar í fótboltanum því ég var alltaf svo vöðvamikil. Þannig að ég mætti og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég ætti að mæta daginn eftir klukkan sjö. Ég gerði það og hef ekki farið síðan.“

ÿØÿà

EKKI BARA BIKINÍ: Þegar Lilja keppti í fitness var líka keppt í aflraunum og hraðaþraut. „Mér þótti ekkert mál að koma fram á bikiníi, var bara hluti af keppninni, það truflaði mig ekki neitt.“

Einkaþjálfarinn var Svavar Sigursteinsson en hann og Lilja eru hjón í dag.

lilja

STERK FJÖLSKYLDA: Lilja og eiginmaður hennar ásamt eldri syni þeirra hjóna á Hálandaleikunum í Bandaríkjunum.

„Ég skildi ekkert í þessu, hann var mjög áhugasamur um hvað ég borðaði og bauð mér í hádeginu á Nings til að tryggja að ég borðaði rétt og svo rukkaði hann aldrei neitt fyrir þjálfunina. Ég var ekkert að hugsa út þetta, ég var að einbeita mér að því að koma mér í form. Við byrjuðum svo saman stuttu eftir keppnina og erum hjón í dag. Það má segja að ég sé enn í einkaþjálfun.“

Heilsusamlegur lífsstíll

Lilja og Svavar lifa og hrærast í heilsugeiranum. Hann starfar meðal annars sem einkaþjálfari og hún vinnur að þróun fæðubótaefnis, Benecta og Benecta sport, fyrir Genis. En þau hjónin eru einnig að hanna eigin vöru.

„Við höfum bæði reynslu af meiðslum og okkur fannst vanta teygju fyrir hné og olgnbogabönd sem gefa eftir og styrkja samtímis því að vernda. Við höfum gert margar útgáfur en erum vonandi að verða komin með lokaútgáfuna.“

Lilja hefur sjálf verið að ná sér af meiðslum og hefur því ekki verið að æfa af fullum krafti líkt og áður.

„Ég er að koma mér í form aftur og ætla að fara í crossfit, ég er að fíla það, það er fjölbreytt og skemmtilegt. Við eigum tvo drengi og því aðeins minni tími til að æfa en áður en með góðu skipulagi er hægt að koma hreyfingu inn á hverjum degi,“ segir Lilja sem mun án efa ná langt í crossfit eins og öllu öðru sem að hún tekur sér fyrir hendur.

Related Posts