Ólafur Geir Magnússon (47) skemmti sér vel:

Heimildarmyndin Can´t Walk Away, um ævi og feril tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, var frumsýnd fyrir fullu húsi gesta í Sambíóum, Egilshöll, nýlega. Herbert er tónlistarmaður af lífi og sál og líður best þegar hann er að troða upp fyrir áhorfendur. Ferill hans byrjaði á níunda áratugnum og er lag hans Can´t Walk Away sennilega með þekktari íslensku lögum þess áratugar. Lagið hefur lifað vel og er nú heiti heimildarmyndar um Hebba, manns sem hefur lagt mikið í sölurnar fyrir ferilinn.

Sjarmatröll „Ég renndi alveg blint í sjóinn þegar ég fór á myndina og í henni sá ég hliðar á Herberti sem ég hafði ekki hugmynd um,“ segir Ólafur Geir. Hann kynntist Herberti fyrir mörgum árum þegar Herbert kom í fyrirtæki hans, Dr. Leður, að selja geisladiska. „Með okkur tókst síðan ágætiskunningsskapur og við hittumst nokkrum sinnum á ári og fáum okkur kaffi saman og spjöllum um daginn og veginn.

Herbert Guðm

SUMARIÐ ER STUTT: Hjónin Ólafur Geir Magnússon, sem margir þekkja sem Dr. Leður, og kona hans, Guðný Jóna Guðnadóttir, voru þó engu að síður sumarleg og sælleg. „Við höfðum mjög gaman af því að hitta Herbert,“ segir Ólafur Geir.

Myndin er mjög heiðarleg og það er ekkert verið að fegra karlinn eða gera of mikið úr einu né neinu, ég fékk alveg helling út úr því að sjá þessa mynd,“ segir Ólafur Geir. „Það er gaman að sjá hvernig tónlistarferill Herberts hefur þróast og hvernig hann hefur fleytt frá sér allt vesen og vandræði. Ég hafði bæði gaman af myndinni og hún kom mér á óvart, til dæmis hvernig strákarnir í grunnskóla komu fram við Herbert og tröðkuðu á honum þegar hann vildi koma sér á framfæri.“

Eins og flestir Íslendingar þá kannast Ólafur Geir vel við lagið sem Herbert er alltaf þekktastur fyrir og heimildarmyndin heitir eftir en hann hefur líka hlýtt á fleiri lög eftir hann. „Ég hef bæði keypt diska handa mér og eins gefið félögum mínum, þegar mér líkar við efnið. Það er mjög margt gott sem komið hefur frá Herberti.“

Herberg Guðm

SPEGILL SÁLARINNAR: Hebbi og tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason eru báðir einlægir og mannlegir í tónlistinni.

ÿØÿà

FAITH: Félagarnir Björn Ásberg Árnason, eigandi Sambíóanna, og Karl Rúnar Sigurbjörnsson.

Herberg Guðm

Í ÞÉR BÝR ÞAÐ BESTA: Útvarpsmaðurinn geðþekki Ívar Guðmundsson mætti bleikur og „bjútífúl“ í bíó, hann var spenntur fyrir myndinni með popp og kók.

Herbert Guðm

FLAKKAÐ UM FERILINN: Hebbi og Michael Pollock tónlistarmaður eiga báðir langan feril að baki og höfðu því örugglega margs að minnast.

Herbert Guðm

HOLLYWOOD: Ragna Fossberg sminka vann við að farða stjörnurnar í Hollywood. Hún og maðurinn hennar, Björn Emilsson upptökustjóri, voru sæt saman að vanda.

Herbert Guðm

EILÍF ÁST: Benedikt Brynleifsson trommari og unnusta hans, Íris Guðnadóttir, voru glöð og hamingjusöm saman.

Herbert Guðm

ÞÚ KOMST: Páll Þorsteinsson, markaðsstjóri Toyota, og eiginkona hans, Ragna Pálsdóttir, voru spennt fyrir myndinni.

Herbert Guðm

LET THE SUNSHINE IN: Þessi föngulegi vinahópur fjölmennti í Sambíóin, Egilshöll, að berja myndina hans Hebba augum.

Herbert Guðm

OUR LIVES: Hebbi og synirnir Svanur, sem er byrjaður að starfa með föður sínum í tónlistinni, og Guðmundur.

Herbert Guðm

BEING HUMAN: Hebbi og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson eru báðir mannlegir og flottir, hvor á sínu sviði.

Herbert Guðm

THE NIGHT OF THE SHOW: Páll Óskar, einn af okkar bestu söngvurum og „performerum“ og Ingibjörg Örlygsdótti (Inga kennd við Nasa), framkvæmdastýra hans, voru glimrandi fín og sæt.

Herbert Guðm

KOMDU MEÐ: Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Hallur Hallsson tók Kollu, vinkonu sína, með í bíó.

ÿØÿái Exif

TO BE TRUE: Hebbi og Ómar Sverrisson og Friðrik Grétarsson sem skrifuðu handrit myndarinnar og leikstýrðu. Myndin er trú sögunni um Hebba og feril hans.

Herberg Guðm

NÝTT UPPHAF: Ellý Ármanns, eigandi Fréttanetsins.is, frumsýndi nýja kærastann, Steingrím Erlingsson, athafnamann og orkubónda.

Séð og Heyrt fílar Hebba.

Related Posts