Aðdáendur Disneyteiknimyndanna eru fjölmargir um allan heim og ein þeirra Dada sem er teiknari og einlægur aðdáandi Disney er að trylla Instagram með teiknuðum myndum sínum. Hún setur saman blöndu af þeim góða og þeim illa úr teiknimyndunum sem við elskum öll og útkoman er hreint út sagt frábær.

disney1

Mulan og Yan-Shu úr Mulan

disney2

Simba og Scar úr Lion King

disney4

Gaston og prinsinn úr Beauty and the beast

 

Dada kynnir sér karakterana áður en hún teiknar, en setur engu að síður eigin stíl á myndirnar. „Ég nota kannski ekki sömu liti og form og var gert upphaflega,“ segir Dada. Hún byrjar á að skissa upp blýantsteikningu, velur sér síðan liti og byrjar að teikna.

„Ég byrja vanalega á að teikna augun, þar sem  þau vekja karakterinn til lífs“, segir Dada. „Síðan held ég áfram með húð, munn, hár og svo framvegis. Þegar ég er búin með teikninguna, geymi ég hana til næsta dags og skoða þá hvort ég vilji bæta einhverju við. Að lokum spreyja ég koma til að koma í veg fyrir að liturinn dofni eða smitist“.

„Fyrsta myndin sem ég teiknaði var úr Frozen“, segir Dada. Næsta mynd var síðan Fríða og Dýrið og var Dada 12 klukkustundir að teikna þá mynd.

disney9

Fríða og Dýrið úr Beauty and the beast

disney8

Anna og Elsa úr Frozen

Dada er með síðu á youtube þar sem hún birtir myndbönd af ferlinu.

Instagramsíða Dada.

disney6

Mowgli og Bagheera úr Junglebook

disney7

Þyrnirós og vonda stjúpan úr Cinderella

disney10

Jasmine og Rajah úr Aladdin

disney5

Rapunzel og Gothel úr Rapunzel

 

disney3

Mjallhvít og vonda drottningin úr Snow white

disney7

Þyrnirós og vonda stjúpmóðirin úr Cinderella

Related Posts