Æskuvinirnir Skúli Mogensen og Davíð Másson sátu á innsta borði veitingastaðarins Snaps á föstudagskvöldið og fór vel á með þeim.

Skúli og Davíð eiga ýmislegt sameiginlegt, báðir eiga þeir flugfélög og Davíð situr í stjórn WOW sem er í eigu Skúla.

Davíð starfaði bæði á flugrekstrarsviði og sölu – og markaðsviði Air Atlanta Icelandic í 13 ár og gegndi stjórnunarstörfum bæði hér hérlendis og erlendis hjá félaginu. Árið 2006 varð hann forstjóri Avion Aircraft Trading og í dag er hann meðeigandi Avion Capital Partners í Sviss, fyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu og ráðgjöf fyrir flugiðnaðinn. Davíð er menntaður markaðsfræðingur frá Florida Institute of Technology.

Skúli og Davíð eru leikfélagar úr æsku og halda áfram að leika sér saman, helst á skíðum, í siglingum, í fjallaklifri á háum tindum- og svo taka þeir því rólega á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg þegar þeir eru í Reykjavík.

skuli og..

SKÚLI OG DAVÍÐ: Fá sér í glas.

Séð og Heyrt – út um allt.

Related Posts