David De Gea (25):

Markvörður spænska landsliðsins og Manchester United, David De Gea, hefur verið sendur heim frá EM í Frakklandi vegna nauðgunarmáls en þessu greinir Independent frá.

Búist var fastlega við því að De Gea myndi byrja á milli stanganna hjá Spáni en nú lítur út fyrir að ekkert verði af því en lögreglurannsókn er hafin í málinu.

Ekki eru þó allir sammála um það hvort De Gea sé farinn heim því nokkrir þekktir blaðamenn hafa greint frá því að hann sé enn á liðshótelinu.

UPPFÆRT!

David De Gea hefur verið sendur heim af EM, en þetta staðfesta erlendir miðlar. Liðsfélagi hans í spænska landsliðinu, Iker Muniain, tengist víst málinu einnig.

Muniain og De Gea eiga að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi árið 2012.

Muniain er sagður hafa sofið hjá konunni en De Gea á að hafa skipulagt fundinn. Framburður vitnisins er sagður hafa verið mjög trúverðugur.

Málið tengist manni sem er kallaður Torbe en hann er þekktur í klámheiminu sem einkar vafasamur maður og hefur meðal annars verið sakaður um vændissölu og vörslu á barnaklámi.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts