David Beckham (41) gefur af sér:

Fyrrum knattspyrnumaðurinn David Beckham skellti sér á Hamborgarabúllu Tómasar í London í gær.

Beckham var þar ásamt þremur börnum sínum, Cruz, Romeo og Harper. Eftir að Beckham og börnin höfðu fengið sér að borða ákvað að David að kaupa annað hamborgaratilboð og bjór og færa heimilislausum manni kræsingarnar.

Heimilislausi maðurinn sat á stéttinni rétt hjá búllunni og þegar Beckham sá hann keypti hann hamborgara, franskar og bjór og færði manninum. Þeir spjölluðu svo saman í stutta stund áður en Beckham hélt sína leið.

Einn af veitingagestum búllunar sagði að hann hafði sjaldan séð eina manneskju jafn hamingjusama og þegar heimilislausi maðurinn fékk að borða frá Beckham. Andlit hans hafi lyfst upp, hann brosti út að eyrum og þakkaði kærlega fyrir sig.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts