Grínistinn Dave Chappelle gerði hélt uppistandssýningu í Hollywood í gær. Á meðal umfjöllunarefna hjá Chappelle var raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner.

Chappelle talaði um að hann sé nógu gamall til að muna eftir Bruce Jenner, sem nú er Caitlyn, sem „Superman“ þar sem hann „sigraði Afríkumenn“ á hlaupabrautinni.

Á meðal áhorfenda á sýningu Chappelle voru rapparinn Tyga og kærasta hans, raunveruleikastjarnan Kylie Jenner, sem er einmitt dóttir Caitlyn.

Heimildamönnum ber saman um það að á meðan Chappelle gerði grín af Caitlyn hafi Kylie verið algjörlega steinrunnin og virtist ekki skemmt. Tyga á hinn bóginn skemmti sér konunglega og hikaði ekki við að hlægja að tengdamömmu sinni.

Á LEIÐ HEIM: Það var ekki laust við það að Tyga væri enn hlægjandi á leiðinni heim. Kylie var ekki jafn hress.

Á LEIÐ HEIM: Það var ekki laust við það að Tyga væri enn hlægjandi á leiðinni heim. Kylie var ekki jafn hress.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts