Hanna Rún (24), Ástrós (20) og Sara Rós (22) halda út í heim:

Ofan á almennan fólksflótta úr landinu bætist það nú við að nokkrar af bestu danstjörnum þjóðarinnar eru að flytja úr landi og reyna fyrir sér á erlendri grund í von um meiri frægð og frama.

Ísland of lítið „Ég var að Ástrós Traustadóttir Ástrós Traustadóttirhætta að dansa við dansherrann minn Javier og ákvað að flytja út til að gera þetta af alvöru. Ég er að flytja til Norður-Frakklands og dansa við franskan strák,“ segir Ástrós Traustadóttir sem er einn besti dansari landsins og varð Íslandsmeistari í flokki fullorðinna árið 2014.

Ævintýrið leggst vel í þessa flottu stelpu og er búið að gera strangt æfingarplan fyrir dansparið. „Við byrjum að keppa í júlí. Ég hef dansað við hann áður þegar ég bjó í Frakklandi og var að keppa í unglingaflokki, þá urðum við Frakklandsmeistarar unglinga saman.“

Það verður nóg að gera hjá Ástrós úti í Frakklandi og segir hún frönskuna ekki eiga eftir að vefjast fyrir sér. „Við verðum að kenna og sýna á sýningum. Ég tala ítölsku þannig að það ætti ekki að vera erfitt að ná frönskunni. Ég hlakka mikið til að fara út, Ísland er eiginlega of lítið fyrir mig. Við búum nálægt landamærunum við Þýskaland og verður því þægilegt að ferðast til að keppa á öðrum mótum.“

Sara Rós JakobsdóttirToronto minnir á New York

„Ég var að leita mér að dansherra og ég fann engan á Íslandi þannig að ég fór að leita út fyrir landsteinanna,“ segir dansarinn Sara Rós Jakobsdóttir sem undirbýr nú flutninga til Toronto í Kanada. „Það er meira í boði erlendis, eins og að komast í einkatíma og keppnir. Ég hef tvisvar áður komið til Toronto og kynntist þannig stráknum sem ég er að byrja að dansa við.“

Sara segist spennt að flytja út enda sé Toronto yndisleg borg. „Ég fékk að vita að ég væri að fara út fyrir mánuði síðan og hef iðað í skinninu síðan þá. Ég mun leigja íbúð með stelpu sem er frá Búlgaríu og er líka dansari. Toronto er flott stórborg, miðbærinn minnir mig á New York. Þarna eru allir almennilegir og mér líður vel þarna.“

Lítið um styrkiHanna Rún, dans Hanna Rún, dans

„Við erum flutt til Þýskalands því það er allt of dýrt fyrir okkur að búa á Íslandi og vera í dansinum,“ segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari, en hún og eiginmaður hennar og dansherra, Nikita, hafa nú lagt land undir fót.

„Það er lítið sem ekkert um styrki vegna þess að Dansíþróttasamband Íslands fær svo lítinn pening til að nota í styrki fyrir okkur afrekspörin.Við erum að fara þrisvar í mánuði út að keppa og þegar þarf að borga allt úr eigin vasa þá er þetta mjög erfitt. Það fylgir mikill kostnaður keppnisferðum, eins og keppnisbúningar, hótelgistingar, bílaleigubílar, matur, keppnisgjald og margt fleira.“

Hanna og Nikita eru enn í HK og keppa fyrir Íslands hönd þótt þau búi og æfi í Þýskalandi. „Núna getum við keyrt á milli landa og flogið á lægra verði. Síðan líður okkur vel í Þýskalandi og það er gott að ala upp barn hér. Við erum auðvitað mikið að hugsa um framtíðina og Þýskaland hentar okkur vel.“

MYNDIR: ÚR SAFNI / ÖRVAR MÖLLER

Related Posts