Danir sýndu það í byrjun vikunnar að þeir eru betri í handbolta en Íslendingar þó þeir séu með íslenskan þjálfara.

Danir sýndu líka að þeir eru betri en Íslendingar að senda út íþróttaviðburði eins og þennan og skiptir máli þar sem handboltinn er úrvals sjónvarpsefni eins og svo margar íþróttagreinar sem eiga allt sitt undir sjónvarpi.

Íslendingar eru svo heppnir að gera horft á danska ríkissjónvarpið og það sýndi leikinn beint, líkt og það íslenska, bara öðruvísi. Dansir eru nefnilega ekki með auglýsingar sem rífa alla umfjöllun í sundur, HM-stofur, innkomu liða á völlinn og síðst en ekki síst, fagnaðarlætin í leikslok.

Íslenska ríkissjónvarpið lætur augýsingarnar ganga fyrir. Þær eru sniðnar að útsendingunni líkt og hluti hennar; ítalskar olíur, pizzur á tilboði og nýr Mercedes Benz – fyrir sigurvegarana í lífinu.

Vera Rikisútvarpsins á auglýsingamakaði hefur frá upphafa hamlað eðlilegum vexti fjölmiðla á Íslandi, fyrst með einokun og síðar með gegndarlausri auglýsingasölu sem gengur að sjálfsögðu vel vegna yfirburðarstöðu á markaði og milljarðaforgjöf sem sótt er í skattfé.

Ríkið gæti eins gefið út fréttablað, eins og Fréttablaðið, fullt af auglýsingum, ríkisstyrkt líkt og kommúnistarnir í Rússlandi gerðu og nefndu Pravda – sem þýðir sannleikur.

Danska ríkissjónvarpið gerir þetta öðruvísi. Lifir góðu lífi á skatttekjunum einum með fyrirmyndar sjónvarp sem þjónar eiríkur jónssonþegnunum og er vel samkeppnisfært við aðrar sjálfstæðar stöðvar.

Danir eru ein mesta menningarþjóð Evrópu og þeir vita að það er ekki hlutverk ríkisins að selja auglýsingar.

Íslendingum finnst það hins vegar sjálfsagt.

Enda töpuðu þeir fyrir Dönum.

Eiríkur Jónsson

Related Posts