Eldra fólk harðara í afstöðu sinni til prinsins:

Aðeins 7,3% Dana vilja að Henrik prins eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar fái titilinn kóngur. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir blaðið BT.

Það hefur lengi verið langþráð markmið Henriks prins að fá titilinn kóngur í Danmörku. Henrik hefur oft sagt opinberlega að hann sé óánægður með núverandi titil sinn og segir að á þessu sviði eigi að gilda jafnrétti á milli hans og drottningar eins og jafnrétti gildi á öðrum sviðum í landinu.

Almenningur í Danmörku er alls ekki sammála Henrik í þessu máli eins og könnunin sýni. Þannig eru rúmlega 62% Dana þeirrar skoðunar að hann eigi að sætta sig við núverandi titil sinn sem er “prinsgemal”, 12,6% tölu að titilinn ætti að vera “prins” en sem fyrr segir vildu aðeins 7,3% að hann fengi titilinn “konge”.

Fram kemur að yngra fólk er meir á þeirri skoðun en eldra fólkið að Henrik nái hinu langþráða markmiði sínu.

Related Posts