Það er hinsvegar í lagi að heita Ninja í Danmörku:

Hinn 26 ára gamli Dani, Benjamin Preisler Herbst, er með böggum hildar þessa dagana því mannanafnanefnd Danmerkur hefur hafnað beiði hans um að breyta nafni sínu í Superman. Nefndin telur slíka nafnabreytingu „ekki viðeigandi“.

Herbst rekur leikfangabúð í heimalandinu og er einlægur aðdáandi teiknimyndahetja á borð við Superman og Batman. Sjálfur segir hann að nafnabreytingin hafi átt að fá „fólk til að brosa“.

Herbst segir að hann eigi erfitt með að átta sig á andstöðu yfirvalda. Hann skilji að reglur verði að gilda um nafngiftir barna en þegar fólk er orðið fullorðið ætti það að fá að ráða nafni sínu sjálft.

Þá má nefna að danska mannanafnanefndin samþykkti nýlega nöfn á borð við Ninja, Gandalf og Legolas.

Myndirnar eru af Facebook síðu Benjamin Preisler Herbst.

 

Related Posts