Voff  Alþjóðlegur dagur hundsins er þann 26. ágúst og þá ætla félagar í Félagi ábyrgra hundaeigenda að fara í fyrstu taumgöngu haustsins. Félagsmenn munu hittast við bílastæðið við Laugardalsvöll klukkan 20:00 og ganga saman hring um dalinn.

Á næsta ári stefnir félagið að því að halda upp á Dag hundsins á Íslandi með veglegri hætti í samstarfi við aðra aðila sem tengjast hundum.

Related Posts